fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Bryndís Schram ósátt með „klámbrellu“ RÚV – „Kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Schram gaf nýverið út bókina brosað í gegnum tárin. Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi Vikunnar með Gísla Marteini á RÚV, gerði grín að bókinni í þætti gærkvöldsins. Bryndís þakkar Gísla fyrir en er ósátt með innslag í öðrum þætti á vegum RÚV.

„Talandi um lygilegar sögur, Bryndís Schram hefur sent frá sér endurminningabók sem fjallar um að eiginmaður hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi… bíðiði… aldrei áreitt konur. Ég veit, sjokkerandi endir,“ sagði Gísli í þættinum í gær. Jón Baldvin hefur verið sakaður margoft um kynferðislegt áreiti. Margar konur hafa stigið fram og sakað hann um þetta, meðal annars dóttir hans, Aldís Schram.

„Einhver hringdi í mig snemma í morgun, og tjáði mér, að Gísli Marteinn (heitir hann það ekki?) hefði farið nokkrum háðulegum orðum um nýju bókina mína í sjónvarpssal í gærkvöldi,“ sagði Bryndís í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Sá sem hringdi sagði, að það hefði verið góð auglýsing – virkaði vel,“ segir Bryndís og þakkaði Gísla fyrir auglýsinguna.

Í samtali við DV segir Gísli að um hafi verið að ræða góðlátlegt grín. „Ég held að það sem sagt var um þau hjónin var ekki gróft. Fólk er sjaldnast ánægt þegar það sjálft er skotspónninn, það er yfirleitt þannig. Alveg sama hversu kurteisislegt það er þá finnst fólki alltaf eins og þetta sé rosalega ómaklegt, alveg sama hversu miklir silkihanskar eru á,“ segir Gísli og bætir við að innslagið í gær hefði í rauninni getað verið mun harðara.

„Svívirðileg árás á mína persónu“

Bryndís var þó ekki einungis að ræða um Gísla í færslu sinni. „Svo var mér líka sagt, að einhver ömurlegasta klámbrella íslenska ríkissjónvarpsins, ever, hefði verið sýnd í afmælisþætti vinar míns, Ómars Ragnarssonar kvöldið áður – bæði ógeðsleg og persónuleg – og þar hefði ég líka komið við sögu,“ segir hún.

„Klámbrellan hét „Stundin okkar fyrir fullorðna.“ Þetta var brot úr áramótaskaupi RÚV frá árinu 1982. Á þessum árum var ég með Stundina okkar. Ég veigra mér ekki við að segja það hér og nú, að ég lagði mig alla fram um að gera þættina áhugaverða og menntandi, leit á þá sem kennslustundir fyrir upprennandi kynslóð um lífið og tilveruna, en ekki bara innantóma afþreyingu. Mér fannst ég vera að gera eitthvað sem skipti máli. Og ég hafði aldrei leitt að því hugann, að framkoma mín væri óviðeigandi, eða jafnvel ögrandi gagnvart áhorfendum. Ég klæddist þægilegum fatnaði, var frjálsleg, án þess að vera uppstríluð.“

Umrætt atriði er úr áramótaskaupinu frá árinu 1982 en atriðið hét „Stundin lokkar“. Í atriðinu var gert grín að barnaþættinum Stundinni okkar sem var í umsjá Bryndísar á þessum tíma. „Sú mynd, sem var dregin upp af mér í þessari „Stund fyrir fullorðna“ var hatursfull og hreint út sagt kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás á mína persónu,“ segir Bryndís.

„Eins og hver önnur glyðra ota ég mínum gervibrjóstum að Þórði húsverði, sem stenst ekki mátið og hvolfist yfir glyðruna slefandi af losta. Konan sem sá um barnatímann í sjónvarpi allra landsmanna hafði sumsé fyrst og fremst í frammi kynferðislega áreitni við karlþjóðina – undir yfirskyni barngæsku. Þetta var kveðjan, sem ég fékk frá fyrrverandi samstarfsfólki mínu í sjónvarpinu – og ég þakka fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“