fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Kýldi og hótaði eiginkonu sinni ítrekað og fékk skilorð – „Einlæg iðrun“ metin til refsilækkunar

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 17. september 2020 15:47

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir gróft, alvarlegt og endurtekið ofbeldi gegn eiginkonu sinni. Er maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn, meðal annars vegna „einlægrar iðrunar“ mannsins.

Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa „á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð hennar með ofbeldi og hótunum“ í apríl 2018. Maðurinn kýldi konuna með krepptum hnefa, sló eiginkonu sína með flötum lófa í vinstri kinn og í framhaldi brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, hindrað för hennar út úr íbúðinni eftir ofbeldið með því að neita að leyfa henni að standa upp úr sófanum og hótað henni að hún færi ekki út úr íbúðinni án hans eða í líkpoka.

Hlaut konan sár af árás mannsins bólgu í andliti, sprungna vör, brotna framtönn hægra megin, bólgur yfir gagnauga, eymsla í hægra kinnbeini og mar yfir brjóstkassa.

Maðurinn játti sök fyrir dómi en krafðist vægustu refsingar sem lög leyfðu.

Maðurinn á sér talsverðan sakaferil, en árið 2009 var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brennu, skjalafals og umferðarlagabrot. Hann sat inni í um sjö mánuði og fór þá á reynslulausn. Tveim árum og tveim mánuðum seinna var maðurinn dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fleira. Hann var alls ekki hættur þá, því árið 2015 var maðurinn dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir skilorðsbundið í þrjú ár fyrir frelsissviptingu, hótunarbrot, rán og minni háttar líkamsárás.

Maðurinn lauk afplánun óskilorðsbundna dómsins þann 12. júní 2018. Ofbeldisbrotin sem hann er nú sakfelldur fyrir áttu sér stað í apríl það sama ár. Rauf maðurinn því skilorð með árásinni á eiginkonu sína og er sá hluti dómsins tekinn upp með þessum dómi.

Eiginkona mannsins bað um að ákærði fengi vægustu refsingu sem lög leyfa. Mat héraðsdómur manninum það til refsilækkunar að kröfur málsaðila væru samhljóða að dæma vægustu refsingu sem lög leyfa, að ákærði hafi játað brot sín skýlaust og að ákærði iðraðist einlæglega. Konan gerði jafnframt enga einkaréttarlega kröfu í málinu, og voru henni því ekki dæmdar bætur vegna árásarinnar og hótananna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út