fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda

Heimir Hannesson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 15:00

mynd/cnn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólþyrstir Íslendingar ætla sumir ekki að láta Covid-19 faraldurinn á sig fá og flykkjast nú til sólarlanda sem fyrr. Ferðaskrifstofur auglýsa um þessar mundir pakkaferðir til sólarlanda á kjörum sem almenningur hefur sjaldan séð áður. Þannig auglýstu til að mynda Úrval-Útsýn 11 nótta ferð til Tenerife á 69.900 kr á mann.

Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrval-Útsýn systurfélags Plús ferða, segist vel hafa gengið að selja í ferðir en hægst hafi á bókunum síðustu daga. „Fólk er að átta sig á því hvaða stefnu verið sé að taka á hverjum tíma, það er alveg að hoppa í sólina,“ sagði Þórunn við DV. „Reglurnar á þeim áfangastöðum sem við fljúgum til eru svipaðar og hér heima, það er grímuskylda í flugvélunum og 2ja metra regla á meðal almennings. Við fylgjum að sjálfsögðu þeim reglum sem eru í gildi á hverjum áfangastað fyrir sig.“

Spánn á áhættusvæði

Samkvæmt skilgreiningu Landlæknis eru öll svæði utan Færeyja, Grænlands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Þýskalands svokölluð áhættusvæði og fólk sem kemur þaðan þarf að lúta reglum um sóttkví þegar það kemur til landsins. Íslenskir ríkisborgarar þurfa þannig að fara í heimkomusmitgát eða 14 daga sóttkví, og erlendir ferðamenn að gangast undir skimun á Keflavíkurflugvelli.

Þórunn segir ferðamenn sína almenn vel upplýsta um stöðu mála og segir hún viðskiptavini Úrval-Útsýn vita að hverju þeir ganga þegar keyptar eru utanlandsferðir.

Verð lækkað en ekki hrunið

Aðspurð út í stöðu ferðabransans almennt játar Þórunn því að hrun hefur orðið í eftirspurn eftir flugi og hótelgistingu erlendis, en að sama skapi hefur framboð á flugi dregist saman. Enn fremur hafa mörg hótel erlendis lokað. „Stóru keðjurnar eru með einhver hótel lokuð, og önnur hafa lokað eða minnkað við sig,“ segir Þórunn og segir stöðu mála að mörgu leyti eins og hér heima. Þannig hafa verðin ekki endilega hrunið vegna umframeftirspurnarinnar, þó þau hafi vissulega lækkað.

Ferðaskrifstofan hafi þurft að grípa til uppsagna í byrjun faraldurs en sé enn með alla sína starfsmenn í vinnu og nú sé verið að endurskipuleggja reksturinn til að mæta breyttum aðstæðum í ferðaþjónustu um allan heim.

Halda ótrauð áfram

„Við erum að fljúga til Tenerife á morgun og Alicante á mánudag,” sagði Þórunn, og segir ferðir á vegum Úrvals-Útsýn hafi gengið mjög vel hingað til. Þórunn bendir jafnframt á að margir Íslendingar eigi fasteignir á þeim stöðum sem þau fljúgi til. „Við seljum einnig eingöngu flug og erum að þjónusta þá hópa líka,” segir hún og bendir á að enginn munur sé á Íslendingum að fara erlendis og erlendum ferðamönnum að koma hingað heim.”

Aðspurð um framhaldið og vetraráætlunina segir Þórunn að dagskráin sé óbreytt frá fyrr í ár og að ferðaskrifstofan muni halda áfram sinni starfsemi og sigla ótrauð áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Í gær

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru
Fréttir
Í gær

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Í gær

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti