fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Varað við Júlíusi og hann sakaður um stórfelld svik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 11:52

Júlíus Fjeldsted. Mynd: Facebook-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„VARÚÐ – EKKI KAUPA ÞJÓNUSTU FRÁ ÞESSUM MANNI!“ hljómar ákall manns gegn byggingaverktakanum Júlíusi S. Fjeldsted sem sakaður er um vanefndir og fjársvik. Grunnurinn að ásökunum er dómur sem féll í héraði þann 16. nóvember í fyrra. Reza Moradi skrifar:

„VARÚÐ – EKKI KAUPA ÞJÓNUSTU FRÁ ÞESSUM MANNI!
Júlíus S. Fjeldsted er búinn að svíkja mig um rúmlega 3 milljónir. Málið fór fyrir héraðsdóm og landsrétt og var Júlíus sakfelldur í bæði skiptin (getið lesið dóminn í heild sinni í linknum að neðan), en þrátt fyrir það neitar hann að borga. Hann gengur laus og er ekkert því til fyrirstöðu að hann haldi áfram að féfletta samborgara sína. Lögregla segist ekkert geta gert því þetta sé einkamál (sem er ótrúlega furðulegt – ég þekkti hann ekki áður en ég keypti verktakaþjónustu af honum til að gera upp hús). Því er ekkert annað í stöðunni hjá mér en að vara Íslendinga við þessum manni, því ég vil ekki sjá aðra lenda í því sama og ég. Ekki nóg með að þetta mál hafi kostað mig rúmlega 3 milljónir sem Júlíus stal af mér auk nærri 4 milljónir í lögfræðikostnað, þá hefur þetta mál tekið rúmlega 3 ár af mínu lífi. Leyfum ekki þessum manni að komast upp með fjársvik! Endilega deilið.“

Síðla árs 2017 sá Reza Moradi auglýsingu í Fréttablaðinu frá verktaka sem sagðist taka að sér jarðvinnu og vinnu við tréverk (Sjá dóm Héraðsdóms Reykjaness) og hafði samband við forsvarsmann fyrirtækisins, Júlíus S. Fjeldsted. Skömmu síðar gerði einkahlutafélagið Múr og smíðar ehf. Reza tilboð um framkvæmdir við hús hans í Garðabæ. „Fólst tilboðið í stórum dráttum í því að fjarlægja bárujárn og þakrennur af húsinu og setja nýtt, einnig fólust í tilboðinu breytingar á þakkanti og fyrirkomulagi þakrenna, að leggja drenrör kringum húsið, og að lokum yrði lóðin grófjöfnuð. Fast verðtilboð nam 4.500.000 krónum, og áætlaður verktími ca. 15-20 dagar með fyrirvara um veður,“ segir í dómi héraðsdóms.

Þann 9. nóvember árið 2017 mætti Júlíus S. Fjeldsted, eigandi fyrirtækisins, að heimili Reza með vinnuvél og flokk manna og hóf að grafa fyrir drenlögn kringum húsið. Reza segir að Júlíus hafi komið til sín og sagst geta lokið verkinu mun fyrr en ella ef hann greiddi honum tvær og hálfa milljón króna í fyrirframgreiðslu. Greiddi Reza honum þessa fjárhæð. Hann greiddi honum síðan hálfa milljón í viðbót í efniskostnað sem Júlíus sagði að myndi flýta verkinu enn frekar.

Ekkert var hins vegar unnið í verkinu annað en það sem búið var, þ.e. að grafa fyrir drenlögninni. Reyndi Reza árangurslaust að ná sambandi við Júlíus og fá verkinu haldið áfram eða fá fjármunina endurgreidda. Ekkert varð úr því. Hann rifti síðan samningnum þann 18. janúar 2018 með vísan til laga um þjónustukaup.

Síðar kom í ljós að gert hafði verið árangurslaust fjárnám í einkahlutafélag Júlíusar, Múr og smíðar, áður en hann tók að sér þetta verk. Félagið var síðan tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. apríl 2018. Kom jafnframt í ljós að háar fjárhæðir höfði verið millifærðar af reikningi félagsins inn á reikning Júlíusar. Samkvæmt dómnum var mál Júlíusar til rannsóknar hjá lögreglu en DV hefur ekki upplýsingar um hvernig þeirri rannsókn hefur miðað. Í niðurstöðum dóms Héraðsdóms segir: „Rétt þykir að taka það sérstaklega fram að mál þetta er einkamál en ekki sakamál, og í dóminum verður í engu slegið föstu um það hvort einstakar gjörðir stefnda feli í sér brot á almennum hegningarlögum eða séu af öðrum ástæðum refsiverðar.“

Eigandi gerður persónulega ábyrgur fyrir vanefndum einkahlutafélags

Reza Moradi stefndi Júlíusi Fjeldsted í einkamáli fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þar var Júlíus dæmdur til að greiða Reza rétt rúmar 2 milljónir í bætur auk dráttarvaxta. Dró dómurinn frá kröfu Reza þá vinnu sem dómurinn metur að hafi þegar verið unnin. Einnig var Júlíus dæmdur til að greiða Reza eina milljón í málskostnað.

Júlíus byggði vörn sína aðallega á því að hann væri ekki persónulega ábyrgur fyrir vanefndunum þar sem um einkahlutafélag væri að ræða. Á það féllst ekki Héraðsdómur Reykjaness en dómurinn var skipaður þremur dómurum. Lögmaður Reza telur dóminn marka tímamót og vera fordæmisgefandi hvað þetta varðar, að eigandi einkahlutafélags geti ekki skýlt sér á bak við félagið og fríað sig persónulegri ábyrgð, samkvæmt dómi fjölskipaðs dóms.

Júlíus byggði vörn sína einnig á því að ekki hafi viðrað til verksins en samkvæmt matsgerð sem lögð var fyrir dóminn var sú ástæða ekki talin standast. Ekkert hafi verið að veðri. Dómurinn segir að þeirri matsgerð hafi ekki verið hnekkt.

Júlíus segist hafa samið um skuldina

Eins og fram kemur hér að ofan segir Reza að Júlíus hafi ekki greitt sér krónu af skuldinni. Hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lögregla segist ekkert geta gert þar sem um einkamál hafi verið að ræða en ekki sakamál. Reza segir málið hafa nú kostað sig samtals 7 milljónir auk þess að taka þrjú ár af lífi hans.

DV hafði samband við Júlíus S. Fjeldsted vegna málsins og taldi hann það vera fráleitt að fjölmiðill færi að fjalla um einkamál sem þetta. Hann er líka mjög ósáttur við dóminn sem hann segir vera rangan. Auk þess væri hann búinn að semja um að greiða skuldina. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Reza kom fyrst tilboð frá Júlíusi um að greiða skuldina snemma í morgun eftir að Reza hafði birt ásakanir sínar á hendur honum á Facebook. Í tölupóstinum býðst hann til að greiða skuldina í jöfnum 500 þúsund króna greiðslum.

Í samtali við DV segir Júlíus að dómnum verði áfrýjað og hann sé nýfallinn. Dómurinn féll hins vegar þann 13. nóvember í fyrra. Júlíus áfrýjaði til Landsréttar en var þar krafinn um málskostnaðartryggingu sem hann gat ekki lagt fram. „Ég hafði ekki efni á að áfrýja,“ sagði Júlíus við blaðamann og segir að málinu verði áfrýjað. Lögmaður Reza segir hins vegar að dómur Héraðsdóms Reykjaness sé núna endanlegur.

Júlíus bað einnig um að svara DV skriflega og birtist svar hans í tölvupósti á tólfta tímanum í morgun. Er það eftirfarandi:

„Mér finnst sorglegt hvernig þið komið fram við fólk og skoðið ekki alla þætti máls, sem þið skrifið um og við þetta má bæta, að aumur er umtalslaus maður!“

Vegna þessara skilaboða er rétt að árétta að þessi frétt byggir á dómi Héraðsdóms, ásökunum Reza Moradi á Facebook, samtali við Júlíus sjálfan og upplýsingum frá lögmanni Reza Moradi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki