fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir háseta á Herjólfi fá rúmlega milljón á mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 08:00

Herjólfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að kröfur Sjómannafélags Íslands í kjaraviðræðum vegna áhafnar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs séu með öllu óaðgengilegar. Boðuð vinnustöðvun Sjómannafélagsins vegna kjaradeilunnar við rekstrarfélagið hófst á miðnætti en þetta er önnur af þremur boðuðum vinnustöðvunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hluti áhafnarinnar er í Sjómannafélaginu sem krefst þess að einni tólf manna áhöfn verði bætt við þannig að fjórar áhafnir verði á skipinu. Það þýðir minna vinnuálag en launin eiga að haldast óbreytt.

Fréttablaðið hefur eftir Guðbjarti að þetta jafngildi 30% launahækkun.

„Það sem manni er mest brugðið yfir er það að jafn ábyrgir aðilar og stéttarfélög eru skuli á þessum tíma  koma til hugar að fara fram á 30 prósent launahækkanir ofan á lífskjarasamninga sem búið er að gera.“

Er haft eftir Guðbjarti sem sagði þernur og þjóna á Herjólfi hafa um 816 þúsund krónur í mánaðarlaun og hásetar fái rúmlega milljón.

„Þetta er hátekjufólk um borð í Herjólfi. Ef við lítum á þjóna og þernur þá eru sambærileg störf unnin víða í landinu og mér er það til efs að þessi laun þekkist annars staðar. Það er þá eingöngu vegna þess að þessi vinnustaður er fljótandi en ekki í steyptu húsi.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu