fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Úrslitin ráðast: Bein textalýsing DV af kappræðum Guðna Th. og Guðmundar Franklín

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. júní 2020 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugið að endurhlaða þarf síðuna (e. refresh) til að sjá nýjustu færslur

20:30 DV þakkar fyrir sig í kvöld og minnir alla á að kjósa á morgun! Gott kvöld.

20:25 Guðmundur segist myndi víkja í hvelli fyrir góðri konu. Guðni segir að kyn eigi ekki að skipta máli og lauk kappræðunum með einum sagnfræðimola svona rétt í lokinn. „Þegar Vigdís var spurð hvort ætti að kjósa hana afþví að hún er kona, svaraði Vigdís, „nei, það á að kjósa mig afþví að ég er maður“.

20:23 Guðni segir að þeir sem vildu styrkja framboðið hefðu kost á því. Er ekki með nákvæma tölu um kostnaðinn. Guðni segir að talan sem hann gaf upp í Víglínunni (2 milljónir) sé nálægt því að standast. Ef styrkir duga ekki fyrir heildarkostnaðinn, þá ábyrgist Guðni sjálfur greiðslur.

20:22 Kostnaður vegna framboðs Guðmundar er um 2 milljónir – örfáir styrktaraðilar segir Guðmundur. Ekki beðið einn einasta mann um styrk segir hann. Allir styrkir verið að frumkvæði styrkjenda sjálfra. Hálf milljón farið í bensín og hamborgara í sig og son sinn segir Guðmundur úr eigin vasa.

20:20 BOMBA!!! Guðmundur skýtur fast á Elizu Reid. Segir að hjónin séu vel aflögufær um hluta launa Guðna sem forseta. Jóhanna Vigdís segir þá að það sé erfitt að vera í fullu starfi sem forsetafrú. Svarar Guðmundur þá: „tja, hún er að fá ansi mikið af styrkjum, er það ekki?“ Hægri krókur beint í gagnauga Guðna. Sló Guðna bersýnilega útaf laginu, en Guðni náði sér vel á strik fljótt.

20:19 Guðmundur spurður um laun forseta. Björg Thorarensen prófessor í lögfræði sagði að það væri bannað í stjórnarskrá. Guðni segir ekki í verkahring

20:17 Guðmundur segir að það vanti ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá. Breytingar verði að koma frá fólkinu, að frumkvæði þess og í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Vill að rykið verði dustað af tillögum stjórnlagaráðs.

20:16 Breytingar á stjórnarskránni eru næst til umræðu. Guðni segir brýnt að breyta ákvæði um forseta svo þau beri ekki sterkan keim af fyrirkomulagi stjórnlaga frá tíð konungsríkisins Íslands… Þið í drykkjuleiknum, takið sopa!

20:13 Guðni vitnar í orð Guðmundar á vísi.is um að hann hafi sagt að 10% væri eðlilegt viðmið í undirskriftasöfnun um virkjun málskotsréttsins. Guðni virtist ansi viss í sinni sök en Guðmundur segist ekkert kannast við þessi orð.

20:11 Guðni segir að taka eigi eitthverskonar mið af fjölda undirskrifta í áskorunum á forseta þegar virkjun málskotsréttinum er rædd, hendir í einn sagnfræðimola þarna í leiðinni, og segir svo að undirskriftir gegn orkupakka 3 voru bara ekki nógu margar. Þá voru þær 7.000 sem er vel innan við 3% íslendinga. Hugmyndir stjórnlagaráðs gerðu ráð fyrir 10%. Guðmundur segir ekkert lágmark eiga að vera.

20:10 Spurt var um málskotsréttinn. Guðmundur náði að schwinga því yfir á umræðu um ESB á mettíma! Hiklaust að beita málskotsrétti í ESB inngöngu, orkupakka 4, sölu Landsvirkjunnar og bankanna, segir Guðmundur.

20:09 Guðmundur minnir á að forseti fái bara 6 mánaða biðlaun. Það munu því ekki vera tveir forsetar á launum nái hann kjöri.

20:08 Kappræðurnar eru líklega um hálfnaðar núna og hafa farið fram í miklum drengskap hingað til. En þá spyr Jóhanna Vigdís um málskotsréttinn. Nú byrjar ballið.

20:07 Guðni minntur á orð sín að forseti á að sitja í mest þrjú kjörtímabil. Segist Guðni enn að vera á þeirri skoðun. Guðmundur segir hámark fjögur ár, eitt kjörtímabil, sé nóg en ef þjóðin krefst þess að hann siti lengur þá kannski annað kjörtímabil.

20:04 Frambjóðendurnir sammála um að mikið þurfi að ganga á til þess að gripið sé myndunar utanþingsstjórnar… og svo kastaði Guðni í annan sagnfræðimola. Hermann Jónsson hjá Framsókn og Ólafur Thors og allt það. Takiði sopann!

20:02 Ritstjórn DV óskar þeim samúð, sem fóru í drykkjuleikinn „taka sopa fyrir hvern sagnfræðimola sem forsetinn skýtur út.“ Morgundagurinn verður ykkur erfiður.

20:01 „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“ segir Guðni. Hvar hef ég heyrt þessi orð áður?

19:58 Guðmundur vill hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort forsetaembættið verði flokkspólitískt. Hann vill s.s. kjósa um hvernig skal kjósa um embættið. Af því leiðir þá að nú er kosið um hvort kjósa skuli um hvernig kosið sé til embættisins.

19:57 „Ég er búinn að vera í viðskiptum alla mína ævi“ segir Guðmundur, „samskipti skipta öllu máli.“ Vill hann skikka ríkisstjórnir til að hrinda af stað kosningaloforðum á fyrstu árum í stjórn.

19:56 Báðir sammála um að samskipti við stjórnmálamenn, flokka og ríkisstjórn skipti miklu máli. Guðni segist gera mikið af því, en Guðmundur vill gera meira.

19:53 Guðni tók þjóðrembuna á næsta level þarna síðast. Pínu krúttlegt samt. Ísland, BEST í heimi!

19:51 Forseti Íslands á að vera andlit Íslands útá við, segir Guðni. Guðmundur sammála. Forseti á að ferðast mikið, kynna allt íslenskt og dreifa fagnaðarerindinu…

19:50 Þessi 7% eru ansi drjúg, segir Guðmundur… nei Guðmundur, þau eru það bara alls ekki.

19:48 Forsetaframboð Guðmundar EKKI upphitun undir þingframboð, segir Franklín. Valid spurning, enda margir bent á að kosningabarátta Guðmundar líkist frekar þingframboði en framboðs til forseta.

19:46 Hvernig á forseti Íslands að vera er spurningin. Guðmundur vill vera öryggisventill á Bessastöðum, vera pólitískur og taka afstöðu. Verður að vera tilbúinn að beita 26. grein (málskotsréttinum) ef þú ætlar að vera góður forseti.

19:44 Guðni Th. segist ekki móðgaður að fá mótframboð… kannski erfitt að móðgast með 93% í hverri Gallup könnun á fætur annarri. Guðmundur Franklín segir Guðna ekki hafa staðið sig eins og hann hefði óskað. Ég er svoldið súr út í orkupakkann segir Guðmundur.

19:42 Franklín óskar Guðna til hamingju með daginn. Forseti Íslands, Guðni Th. er 52 ára í dag.

19:41 Franklín hefur leik. Spurður um markmið með framboðinu. Svaraði allt annarri spurningu. Hann er kannski ágætis pólitíkus eftir allt?

19:40 51þús manns greitt atkvæði utankjörfundar. Það er svakalegur fjöldi!

19:37 Hlýtt á landinu og ekkert vandamál að koma sér á kjörstað segir veðurfréttamaður. Það er sko júní. Fékk hún ekki memmóið?

19:36 Ágætis veður á morgun, kjördag. Hlýtt í flestum landshlutum. Gott veður kann að draga úr kjörsókn enda fara þá e.t.v. einhverjir úr bænum án þess að kjósa, en kannski ekki – hvað veit maður?

19.32 Með því að víxla einum staf úr orðinu Gundi fær maður Gudni … samsæri?

19:30 Fimm mínútur eru í þetta. Einvígi aldarinnar dömur og herrar. Guðmundur hefur verið ansi kræfur undanfarið. Hann og stuðningsmenn hans hafa kennt Guðna um nánast allt sem úrskeiðis hefur farið á liðnu kjörtímabili. Landsdómsmálið, allir orkupakkarnir, starf og tekjur eiginkonu Guðna … allt Guðna að kenna. Guðni hefur spilað þetta af talsvert meiri yfirvegun, en svaraði samt sem áður ásökunum um að starf Elízu Reid, eiginkonu Guðna, hjá Íslandsstofu væri eitthvað vafasamt af talsverðri hörku í gær.

19:27 Guðni Th. mældist með 93% stuðning í Gallup könnun sem birt var í kvöld. Franklín með 75% í könnun Útvarps sögu í gær. Morgundagurinn verður ansi pínlegur fyrir annað hvort Gallup eða Útvarp sögu.

19:23 Góða kvöldið kæri lesandi og velkominn í beina textalýsingu DV af kappræðum forsetaframbjóðendanna tveggja. Kosningabaráttan hefur verið stutt en hörð, en nú er komið að þessu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun