fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 28. maí 2020 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er einfaldlega þannig að núna þurfa allir að hugsa aðeins öðruvísi,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri Hótel Sögu í samtali við DV. Fyrirhugað er að bjóða háskólanemum upp á að leigja herbergi á hótelinu næsta vetur. Rétt eins og önnur hótel og gististaðir hefur Hótel Saga þurft að horfast í augu við hrun í bókunum en aðeins sjö prósent nýting var á herbergjakosti hótelsins í maí.

Í samtali við DV segir Ingibjörg að sérstaklega sé verið að horfa til skiptinema og erlendra gestakennara.

„Landslagið er auðvitað öðruvísi, það er meira framboð en áður af húsnæði fyrir erlenda stúdenta. Við ákváðum samt að prófa þetta og núna í byrjun maí prófuðum við að auglýsa þetta inni á facebooksíðu sem er fyrir erlenda skiptinema og gestakennara. Við höfum fengið nokkur viðbrögð og það er áhugi fyrir þessu. Við erum vel staðsett og í miklum samskiptum og samvinnu við háskólaumhverfið.“

Herbergi á Hótel Sögu. Ljósmynd/Aðsend.

Þá segir Ingibjörg að mismikil þjónusta muni fylgja  herbergjum eftir því hve lengi fólk dvelur þar.

„Sumir eru kanski að fara að dvelja mjög stutt og vilja þá fá morgunmat og þess háttar, aðrir koma til með að dvelja í nokkra mánuði og vilja þá kanski bara fá lágmarksþjónustu.“

Þá segir Ingibjörg: „Við erum ekki búin að útfæra þetta nánar, en það er allavega nóg pláss hjá okkur. Við vonumst að ferðaþjónustan muni taka við sér á næsta ári og í bili erum við að horfa á þetta fram að áramótum, hugsanlega fram á vorið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“