fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Fréttir

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 16:16

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag féll dómur yfir karlmanni fæddum árið 1998 fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Atvikið átti sér stað í febrúar árið 2018 er maðurinn var tvítugur að aldri. Var hann sakfelldur fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna í bíl.

Krafist var refsingar yfir manninum og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig var maðurinn krafinn um 3.500.000 milljónir króna í miskabækur til þolandans.

Í dómnum kemur fram að hinn ákærði játar sök og viðurkennir bótaskyldu í málinu. Dómurinn tók tillit til þess að maðurinn á ekki sakaferil að baki og hann viðurkenndi brot sitt skýlaust.

Var hann dæmdur í 8  mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þolanda eina milljón króna í miskabætur.

Athygli vekur að nafn hins ákærða er birt á vefsíðu dómstólanna. Almennt eru nöfn sakborninga í kynferðisbrotamálum ekki birt í dómum og flestir ef ekki allir dómar sem snerta ólögráða einstaklinga birtar nafnhreinsaðir með öllu.

DV hafði samband við lögmann unga mannsins, Ómar R. Valdimarsson. Sagðist hann telja nafnbirtinguna mjög óheppilega og sagðist álíta að um mistök væri að ræða. Sagðist hann ætla að kanna málið og freista þess að fá nafn sakbornings fjarlægt úr dómnum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Í gær

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Í gær

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Í gær

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Í gær

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Í gær

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“