fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Sigmundur Ernir með nýja ferðaþætti: Ég brosi bara hringinn

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 20:30

Sigmundur Ernir. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ætlum að fara hringinn í kring um landið og markmiðið er að hampa sjarma og sérstöðu bæjarfélaganna,” segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður þáttaraðarinnar Bærinn minn sem hefst á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á morgun, þriðjudag.

Sigmundur Ernir bendir á að í garð fari ferðasumarið mikla þar sem landsmenn ferðast innanlands. „Við vinnum þættina í samvinnu við bæjarfélögin á hverjum stað. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni að því leyti að við erum að benda áhorfendum okkar á faldar perlur í landslaginu, sögu og menningu hvers bæjar fyrir sig. Þarna er af nægu að taka og merkileg saga að baki á hverjum landsvæði.”

Í fyrsta þættinum verður Blönduós heimsótt en hver þáttur verður tileinkaður ákveðnu bæjarfélagi. „Við verjum viku á hverjum stað, tökum viðtöl við fullt af áhugaverðu fólki og fáum mikið af spennandi myndefni,” segir Sigmundur Ernir sem hlakkar mikið til að hitta fólk um land allt í sumar: „Ég brosi bara hringinn.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir