fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Deilt um áfengismál: Kallar Kára Stefánsson gamlan frethólk en dáist samt að honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 14:00

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Helgason er maður vel við aldur sem steig fram í Kjarnanum í gær og kallaði Kára Stefánsson, forstjóra ÍE, gamlan frethólk, í tengslum við ágreining um áfengismál. Grein Einars er ekki síst fróðleg fyrir upprifjanir á áfengismenningu Íslendinga fyrir tíma aukins frjálsræðis. En í upphafi greinar sinnar tekur Einar upp hanskann fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra vegna þeirrar gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir áform um aukið frjálsræði í áfengismálum, lögleiðingu netverslunar með áfengi og áfengisauglýsinga. Einar skrifar:

„Fyrir ein­hverjum vikum síðan las ég grein eftir Kára Stef­áns­son þar sem hann for­dæmir harka­lega dóms­mála­ráð­herra Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur. Þar for­dæmir Kári þær hug­myndir Áslaugar um að aflétta aug­lýs­inga­banni á áfengi í fjöl­miðlum og að auka frelsi með kaup á sömu vöru í gegn um net­ið. Fyrst eftir að ég las þessa grein þá vakn­aði löngun hjá mér að koma með aðra hlið á þessu máli, en áður en af því varð kom upp þetta dæma­lausa COVID-19 sem varð til þess að ég gerði ekk­ert í mál­inu. En nú þegar þó nokkur tími er lið­inn frá því að Kári skrif­aði grein­ina í Frétta­blaðið og við erum stödd í miðj­unni á þessu veiru­fári þá tek ég eftir að málið er að vakna aft­ur. Bæði hjá Áslaugu Örnu og í kjöl­farið hjá fólki sem tekur kröftu­lega undir sjón­ar­mið Kára Stef­áns­sonar og þá get ég ekki setið á mér.“

Einar segist vera sammála Kára um að áfengi geti verið mikið böl og fíknsjúkdómar valdi mikilli þjáningu. En hann fær ekki séð að fyrirætlanir dómsmálaráðherra muni auka á það böl. Áfengisauglýsingar leiði fyrst og fremst til þess að fólk velji eina tegund umfram aðra og netverslun með áfengi hljóti fremur að höfða til hófdrykkjumanna með vandaðan smekk en fíkla sem þurfi sinn skammt undir eins, því töluverðan tíma taki að fá áfengið sent heim.

Einar kemur síðan með fróðlegan upprifjun á áfengismenningu fyrir tíma á Íslandi sem við hvetjum fólk til að lesa í heild en þar segir meðal annars:

„Í fyrsta lagi langar mig að rifja upp hvernig áfeng­is­kúlt­úr­inn var á Íslandi þegar við Kári vorum ung­lingar eða ungir menn. Þar sem við erum báðir á sama aldri (fæddir á fyrri hluta síð­ustu ald­ar) þá hlýtur hann að muna jafn­vel og ég hvernig var til siðs að nota áfenga drykki á okkar sokka­bandsár­um. En sá kúltúr var allur undir þeim lögum og for­merkjum að sauð­svartur almúg­inn færi sér ekki að voða þegar hann not­aði þetta efni. Og ég vil taka það fram að í þá daga var ekki leyft að selja bjór á Íslandi vegna þess að stjórn­völd voru ákveðin í að forða almúg­anum frá því að vera  út úr drukk­inn frá morgni til kvölds. Eða það var alla veg­anna skýr­ingin sem gefin var og dæmi nú hver fyrir sig hvort spárnar hafi gengið eft­ir, eftir að bjór­banni var aflétt. En aftur að vín­kúltúr í æsku okkar Kára þegar for­ræð­is­hyggjan var í hámarki, auð­vitað til verndar því að sauð­heimskur almúg­inn færi sér ekki að voða.

Í þá gömlu og góðu daga var ekki til siðs þegar Íslend­ingar fengu sér vín, að drekka eitt­hvert létt­víns­sull eða bjór. Enda var hann reyndar ekki á boðstól­um. Nei takk, þá drukku menn bara almenni­legan rudda sem ann­að­hvort hét Íslenskt brenni­vín eða rúss­neskur vodki og svo auð­vitað Seni­ver sem  líka var vin­sælt. Og svo má ekki gleyma blessuðum land­anum sem var hálf­gerð þjóðar­í­þrótt að fram­leiða með mis­jöfnum árangri. Þá var líka sið­ur­inn sá að detta í það eða kannski rétt­ara sagt að hrynja í það. Enda voru vín metin góð þegar styrk­leik­inn var sem mestur og hægt var að ná því tak­marki að verða sem fyllstur á met­hraða.“

Í lok greinar sinnar veltir Einar því fyrir sér hvort það hafi verið rétt af honum að kalla Kára Stefánsson gamlan frethólk í fyrirsögn greinarinnar:

„Ég hóf þessi skrif á því að deila hart á Kára Stef­áns­son og kall­aði hann gamlan fret­hólk í fyr­ir­sögn en eftir á íhug­aði ég hvort þar væri einum of langt geng­ið. En svo ákvað ég að láta slag standa vegna þess að í mínum huga fellst í þessu orði ákveðin aðdáun á þessum manni. Hann hefur oft verið orð­hvass og hitt í mark í þeim greinum sem hann hefur skrifað og þar hef ég oft verið honum sam­mála. Ég er líka þeirra skoð­unar að Kári sé afskap­lega fær maður í sinni fræði­grein fyrir utan að hann er bráð skemmti­legur karl­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu