fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir Twitter-færslu hennar á dögunum þess efnis að nú væri sérstaklega þörf á netverslun með áfengi.

Áslaug hefur sett í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp að breytingum á áfengislögum sem meðal annars fela í sér að netverslun með áfengi verði gerð lögleg. Kolbrún gagnrýnir það ekki í sjálfu sér heldur tímasetningu og tón ummæla Áslaugar sem hafa vakið mikla og harða gagnrýni. Kolbrún orðar þetta svo:

„Áslaug Arna hefur örugglega sjálf litið svo á að þessi athugasemd hennar væri sárasaklaus, enda setti hún hana fram í samhengi af ummælum borgarfulltrúa sem sagðist vita af því að fólk væri að senda öðru fólki léttvín heim. Þarna hefði Áslaug Arna samt betur munað eftir því að hún er ráðherra á viðsjárverðum tímum þar sem margir eru afar kvíðnir. Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð og kann jafnvel að benda til að hún sé ekki í nægilegum tengslum við raunveruleika dagsins. Það er ekki gott þegar ráðherra á í hlut.

Áslaug Arna sýndi dómgreindarleysi með því að setja frá sér orð sem benda til að hún telji það vera forgangsmál á erfiðum tímum að þegnar landsins geti pantað sér áfengi á netinu. Nú um stundir þarf að huga að mikilvægari málum.“

Kolbrún bendir á að áfengisdrykkja sé ekki lausnin á þeirri einangrun og þeim kvíða sem fylgir kórónuveiruvfaraldrinum fyrir marga.

„Við búum við vissa einangrun og áfengisdrykkja er ekki lausn á því ástandi. Fólk eyðir nú meiri tíma heima hjá sér en áður og þarf að finna sér ýmislegt til dundurs. Hinir heimakæru njóta þess margir alveg ágætlega, sökkva sér til dæmis ofan í bók eða hlusta á tónlist. Sumir syngja jafnvel. Eitt af því fallega á þessum miður skemmtilegu tímum er einmitt að fjölmargir einstaklingar víða um heim fara út á svalir eða út í garð á ákveðnum tíma dags og syngja. Tónlistin færir þeim von um að betri tímar séu í nánd.“

Í lok pistils síns segir Kolbrún að líka þeir sem fylgjandi eru frjálsari áfengisstefnu hljóti að átta sig á því að þetta er ekki rétti tíminn til að setja þau mál í forgang:

„Það þarf ekki fylgja bindindisstefnu til að átta sig á að á þessum tímum er áfengi ekki lausn á vandanum og ekki stillir það kvíða hinna kvíðafullu. Meira að segja þeir einstaklingar sem eru fylgjandi sölu áfengis í verslunum og sjá heldur ekkert athugavert við sölu þess á netinu hljóta flestir að átta sig á því að þetta er ekki tíminn til að setja þau mál í forgang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi