fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Heimsendingar í COVID-faraldrinum – Krónan opnar snjallverslun en Bónus verður ekki með – „Afgreiðslufólk í verslunum – þetta eru hetjur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlegur vöxtur hefur orðið í netverslun undanfarið í skugga COVID-faraldursins. Þessi verslunarmáti hefur verið í miklum vexti undanfarin ár en tekur stökk í því ástandi sem nú ríkir og eftirspurnin er gífurleg enda mikil þörf fyrir heimsendar vörur. Stærstu matvöruverslanirnar hafa almennt verið nokkuð seinni til en smærri aðilar á þessu sviði. Iceland býður upp á þessa þjónustu og í dag var tilkynnt um opnun á netverslun Hagkaups.

Krónan verður líklega næst í röðinni en þar heitir þessi tegund verslunar snjallverslun. „Við erum að prófa okkur áfram með app og höfum tekið við pöntunum frá hópi sem stendur nærri starfsfólkinu okkar. Við erum að bíða eftir því að fá appið samþykkt hjá Apple Play Store. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessum prófunum,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Hún fullyrðir að snjallverslun Krónunnar verði töluverð nýjung fyrir neytendur á markaði netverslana en hægt verður að kaupa inn í gegnum öll snjalltæki. „Við leggjum mikið upp úr notendaupplifun. Þetta sem er væntanlegt núna er fyrsta útgáfa en von er á fleiri nýjungum í framhaldinu,“ segir Gréta en undirbúningur fyrir snjallverslun Krónunnar hefur staðið yfir í marga mánuði. Í ljósi COVID-19 faraldursins hefur hins vegar verið ákveðið að flýta þessu ferli eins og kostur er.

Netverslun hentar ekki viðskiptamódeli Bónuss

„Nei, því miður,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, við þeirri spurningu hvort Bónus hyggist opna netverslun í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir slíku í faraldrinum. „Þetta er oft í umræðunni en okkar viðskiptamódel gerir bara ekki ráð fyrir því að verið sé að taka til vörur og pakka og senda heim. Það er bara ekki hægt. Okkar viðskiptamódel gengur út á eins lágt verð og mögulegt er og sú álagning sem við vinnum með leyfir þetta ekki,“ segir Guðmundur sem telur blasa við að Bónus verði eina matvöruverslunin sem býður ekki upp á netverslun.

„Við eigum bara fullt í fangi með að manna búðirnar. Aðsókn í þær hefur ekki minnkað en yfirvöld hafa verið dugleg að minna fólk á að dreifa innkaupaálaginu í búðirnar og mér finnst fólk vera að fara eftir því. Fólk sýnir okkur heilt yfir gríðarlega mikla tillitsemi, við þurfum til dæmis að telja inn í búðirnar og fólk sýnir því fullan skilning.“

Álag á starfsfólk Bónuss er mikið í faraldrinum og Guðmundur er þakklátur starfsfólkinu fyrir ósérhlífni og dugnað: „Afgreiðslufólk í verslunum – þetta eru hetjur. Þau standa vaktina með miklum sóma á þessum erfiðu tímum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“