fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Sóttvarnarlæknir varar við ferðum til þessara landa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 14:50

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóttvarnarlæknir ræður nú fólki frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Þá er hvatt til sérstakrar varúðar þegar ferðast er til annarra svæða á Ítalíu, Tenerife á Spáni, Japans, Singapúr og Hong Kong. Er þessi viðvörun tilkomin vegna Corona-veirunnar.

Héruðin fjögur á Ítalíu sem varað er við eru Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte.

Í tilkynningu frá embættinu segir meðal annars:

„Ráðleggingar til ferðamanna varðandi kórónaveiruna COVID-19 hafa nú verið uppfærðar. Skilgreind hafa verið tvö áhættusvæði, svæði þar sem miklar líkur eru taldar á samfélagssmiti og svæði með lága áhættu. Varað er við ónauðsynlegum ferðum til fyrrnefndu svæðanna en þeim koma frá svæðum þar sem áhættan er minni er bent á að gæta að almennu hreinlæti og hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 ef sjúkdómseinkenni koma í ljós. Hafa ber í huga að staða mála í Evrópu með tilliti til COVID-19 breytist hratt og því gætu ráðleggingar sóttvarnalæknis breyst með stuttum fyrirvara.“

Önnur svæði á Ítalíu og löndin Japan, Singapúr, Hong Kong og Tenerife, þar sem veiran hefur komið upp og tilfellum farið fjölgandi, eru skilgreind sem svæði með lága áhættu. Ferðamenn sem fara til þessara staða eru hvattir til að huga vel að hreinlæti og sýkingavörnum. „Þær fela meðal annars í sér að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitinu við hnerra og hósta í olnbogabót og nota handspritt. Ekki er talin nauðsyn á sérstakri sóttkví fyrir þá sem eru nýkomnir frá þessum svæðum. Almenningur getur með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulega hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum,“ segir í tilkynningunni.

Hvatt er til að hafa samband í símanúmerið 1700 ( 354 544 4113 fyrir erlend núme) ef grunur vaknar um smit.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl
Fréttir
Í gær

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 100 sagt upp hjá Isavia

Yfir 100 sagt upp hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur þakklátur Helga Björns – „Ég þori ekki að segja Helgi Eff Björns…“

Þórólfur þakklátur Helga Björns – „Ég þori ekki að segja Helgi Eff Björns…“