fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 15:24

Davíð Stefánsson Skjáskot af Hringbraut úr þættinum Ísland og umheimur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Stefánsson, ritstjóri Fréttablaðsins, fer yfir breytta stöðu á fjölmiðlamarkaði með uppgangi bandarískra streymisveitna, í leiðara blaðsins í dag. Telur hann eðlilegt að styðja kröfur um að framboð myndefnis streymisveitnanna á Evrópumarkaði sé að 30 hundraðshlutum evrópskt. Í upphafi pistilsins fer Davíð nokkrum orðum um breytta notkun almennings á sjónvarpsefni:

„Gríðarleg umbylting á sér stað í tækni og áhorfi á myndmiðla. Línulegt áhorf tilheyrir gærdeginum og horft er á efni í ólínulegri dagskrá, á myndstreymi eða annarri miðlun. Notendur horfa á þeim stað og tíma sem þeir sjálfir kjósa.

Þótt þessar breytingar standi þeim yngri nær, en breytt fjölmiðlanotkun er hjá öllum aldurshópum. Æ meir sækir fólk fréttir og upplýsingar til mynddeiliþjónustu á borð við YouTube, eða samfélagsmiðla Facebook, eða Instagram. Efni er miðlað beint í snjalltæki í stað myndlyklakerfa sjónvarpsstöðva, í beinu viðskiptasambandi við alþjóðlega notendur.

Bandarískar streymisveitur Netflix og Amazon eru aðgengilegar hér og von er á stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims Disney+ á árinu. Fleiri eru væntanlegir, flestir frá Bandaríkjunum sem gnæfa yfir hinum á alþjóðlega streymismarkaði. Framboðið sem er mikið mun enn margfaldast.“

Davíð rekur síðan fyrirhugaða löggjöf um kvaðir á streymisveitur. Hann telur þær réttmætar og glímir við þá spurningu hvort þær flokkist undir forsjárhyggju:

„Með því að skilgreina slíka miðla sem fjölmiðla er leitast við að koma á meira jafnræði óháða miðlun efnis. Reynt er sporna við dreifingu á hatursfullu ofbeldi á öldum ljósvakans. Sett verður inn heimild til að stöðva miðlun eða grípa til viðeigandi aðgerða, sé efnið talið brjóta gróflega gegn lögum.

En mikilvægasta breytingin er krafa um að 30 prósent af framboði myndefnis eftir pöntun skuli vera evrópskt, sýnilegt og fjölbreytt. Ekki verður dregin fjöður yfir að með þessu er verið að bregðast við mikilli markaðshlutdeild bandarískra streymisveitna á Evrópskum markaði.

Einhver kann að spyrja um forsjárhyggju. Hvað kemur mönnum við á hvað sé horft? Evrópsk sjónarmið eru að æskilegt sé að tryggja Evrópubúum aðgang að fjölbreyttu efni sem spegli menningu og sögu þeirra í sífellt opnara alþjóðlegra samkeppnisumhverfi.

Sama gildir hér. Það eru okkar hagsmunir að halda menningu, tungu og sögu okkar á lofti. Það er í senn undirstaða mannlífs hér og hreyfiafl til góðra hluta.“

Davíð telur að Íslendingum sé best borgið í samstarfi við stærri þjóðir í þeirri viðleitni að verja tunguna og menningararfinn gagnvart flóði bandarísks afþreytingarefnis. Hann endar pistil sinn á því að undirstrika mikilvægi samstöðu Evrópuþjóða:

„Saman mynda Evrópuríkin afar öflugan markað 450 milljóna neytenda. Í því liggur mikið afl og sterk samningsstaða gagnvart alþjóðlegum risum tækni og fjölmiðlunar. Einungis með virku samstarfi þar mynda þjóðirnar það afl sem þarf til að styðja menningarhagsmuni sína. Hröð þróun fjölmiðlamarkaðarins sýnir að þörf er á samstöðu Evrópuþjóða til að verja menningararfinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“