fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan sendir frá sér yfirlýsingu vegna kjálkabrotsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 17:15

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá yfirlýsingu vegna frétta af viðskiptum lögreglumanns við ungan mann en maðurinn kjálkabrotnaði. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar lítur út fyrir að maðurinn hafi fengið þá áverka sem um getur í læknisvottorði sem hann fékk á læknavaktinni og fjallað hefur verið um í fréttum, áður en lögregla var kölluð á vettvang. Yfirlýsing lögreglunnar er eftirfarandi:

Vegna frétta í fjölmiðlum í dag um handtöku ungs manns og lýsingu á tilurð áverka á honum, m.a. brotnar tennur og hugsanlegt kjálkabrot, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi verður ekki annað ráðið en áverkir mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og staðfestir myndefnið það.

Upphaf málsins var um hálffimmleytið í fyrrinótt, en þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti í Reykjavík sem höfðu brotist þar út og var maðurinn og þrír aðrir handteknir á vettvangi.

Sjá einnig: Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir