fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

María Lilja hjólar í viðburð UN Women: „Partí fyrir þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir gagnrýnir harðlega viðburðinn Milljarður rís sem er á vegum samtakanna UN Women Íslandi. Samtökin lýsa viðburðinum sem „dansbyltingu“ og eru allir hvatir til að „taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi með því að koma saman á stærsta dansviðburð ársins og dansa“.

María Lilja segir á Twitter að þetta sé gjörsamlega tilgangslaus viðburður fyrir elítu. „Getum við hætt að tala um #milljardurris sem eitthvað annað en riiiisa virtue signalling partí fyrir hvítar millistéttakonur úr miðbænum og annað þotulið sem hefur tök á að skreppa lauflétt úr vinnunni um miðjan dag til að dansa við Kaffibars-DJ’s,“ segir María Lilja og heldur áfram:

„Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg (ég er það bara) en heldur einhver í alvöru að karlar hætti bara að berja og meiða konur afþví exklúsívur hópur kemur árlega saman og skakar sér oggupons í glerhúsi á höfninni.“

Hún segir að það sé engin leið að stöðva kynbundið ofbeldi með þessu. „Getiði bara kallað spade a spade og hætt að djamma útaf ofbeldi. Þrátt fyrir alla þessa dynjandi tónlist er líklega fátt taktlausara en þessi gjörningur fólks sem talar svo um að; “senda ofbeldi fingurinn”. Ég veit að þetta á eftir að koma mjög illa við margt fólk sem ég þekki og ég bið ykkur einlæglega að rjúka ekki beint i vörn heldur skoða aðeins hvort þetta sé virkilega hóll þess virði að deyja á,“ segir María Lilja.

Viðburðurinn fer fram á föstudaginn og er lýst svo á heimasíðu UN Women: „Milljarður rís hefst klukkan 12.15 að hádegi í Silfurbergi í Hörpu og lýkur klukkan 13.00. Þá fara fram viðburðir á sama tíma á eftirfarandi stöðum: íþróttahúsinu Neskaupstað, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Fosshótel á Húsavík, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, í Hvatastöðinni í Hólmavík, íþróttahúsinu Grundarfirði, íþróttahúsinu Iðu Selfossi, Nýheimum á Höfn í Hornafirði og Hofi á Akureyri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki