fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Eggert sagður hafa kjálkabrotið konu í sumarhúsi – „Ég er maðurinn sem feður ykkar vöruðu ykkur við“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært ungan mann að nafni Eggert Davíð Jóhannsson fyrir tvö meint brot. Annars vegar er hann sagður hafa ráðist með ofbeldi á unga konu í sumarhúsi hér á landi, þann 20. apríl 2019, ýtt við henni og slegið hana með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að hún hlaut þverbrot í hægri kjálka.

Hins vegar er Eggert gefið að sök að hafa stolið gullkeðju að verðmæti 390.000 krónur úr skartgripaverslun Jóns og Óskars í Kringlunni í Reykjavík. Það atvik á að hafa átt sér stað 7. apríl 2019.

Gerð er krafa um að Eggert verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar sem Eggert er sakaður um að hafa kjálkabrotið er gerð skaða- og miskabótakrafa upp á tvær milljónir króna.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 24. febrúar.

Að sjálfsögðu er á þessu stigi máls ekki hægt að staðhæfa að Eggert hafi framið þessi afbrot, réttarhöldunum er ætlað að leiða það fram. En í ljósi ákærunnar eru kynningarorð Eggerts á Facebook-síðu hans fremur óheppileg. Þar segir einfaldlega í kynningu á manninum:

„Ég er maðurinn sem feður ykkar vöruðu ykkur við“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir