fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Hildur fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskar – „Við þurfum að heyra raddir ykkar“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 03:43

Hildur Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er Óskarssigurvegari og í senn fyrsti Íslendingurinn til að hreppa þau verðlaun. Eins og margir sérfræðingar höfðu spáð hlaut hún gullstyttuna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, en fyrr á árinu hafði hún fengið Gold­en Globe-verðlaun­in og BAFTA-verðlaun.

Þegar stórleikkonan Sigourney Weaver tilkynnti nafnið fékk Hildur standandi lófaklapp frá ýmsum goðsögnum í kvikmyndabransanum. Sagði svo Hildur í þakkarræðu sinni að verðlaunin væru tileinkuð konum víða um heim og hvetur hún þær til að láta ljós sitt skína.

„Til stelpnanna, til kvennanna, til mæðranna, til dætranna, sem heyra í tónlistinni rísa upp að innan; látið í ykkur heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar,“ sagði Hildur og þakkaði einnig fjölskyldu sinni fyrir.

Fjórir aðrir voru tilnefndir til verðlaunanna en Hildur var eina konan sem var tilnefnd fyrir bestu tónlistina. John Williams var tilnefndur fyrir tónlistina í Star Wars: The Rise of Skywalker, Randy Newman fyrir Marriage Story, Thomas Newman fyrir 1917 og Alexandre Desplat fyrir Little Women. En eins og fyrr segir bar Hildur sigurorð af þeim öllum. Hildur er ein af sjö konum sem hafa verið tilnefndar í þessum flokki frá upphafi verðlaunanna.

Hild­ur hef­ur átt sérlega öflugt skeið síðustu misseri en hún hlaut einnig bæði Grammy-verðlaun­in og Emmy-verðlaun­in fyr­ir tónlist sína í sjón­varpsþátt­un­um Cherno­byl, sem áhorfendur og gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir.

Sjá einnig: Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann