Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í
Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að Óskarsverðlaunin voru afhent í gær með pompi og prakt. Venju samkvæmt hélt Vanity Fair sitt árlega eftirpartí að lokinni verðlaunaathöfninni. Teitið hefur verið haldið árlega síðustu 26 ár og þykir það mikill heiður að fá boð. Líkt og fyrri ár fjölmenntu stjörnurnar í eftirpartíið og var dansað, Lesa meira
Íslendingurinn sem gleymdist á Óskarnum – Hildur var ekki eini Íslendingurinn sem var tilnefndur
FókusEins og flestum landsmönnum er kunnugt þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Hildur var þó ekki eini Íslendingurinn sem var tilnefndur til verðlaunanna í ár. Hrafnhildur nokkur vekur athygli á þessu á Facebook í dag. „Gaman að Hildur skyldi vinna en það hefur alveg gleymst að það var Lesa meira
Þetta höfðu útlendingar að segja um sigur Hildar – Ósátt karlremba – „Nú þarf ég bara að læra að bera fram nafnið hennar“
FókusTónskáldið Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Samfélagið á Twitter var heldur betur lifandi á meðan hátíðin stóð yfir. Sjá einnig: Sjáðu hressustu tíst Íslendinga á meðan Óskarsvökunni stóð – Hildur og Hulda í brennidepli: „Taka af henni míkrafóninn hið snarasta“ Útlendingar hafa ýmislegt um Hildi að segja á Twitter. Flestir Lesa meira
Hildur á eftirsóttum lista Vogue – Í hópi með Penelope Cruz og Scarlett Johansson
FókusTískutímaritið Vogue hefur birt sinn lista yfir best klæddu stjörnurnar á Óskarnum í gær. Meðal þeirra sem er efst á blaði er Hildur okkar Guðnadóttir sem hlaut styttuna eftirsóttu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. Hildur ljómaði í fallegum kjól frá Chanel, en meðal annarra stjarna á listanum er tónlistarkonan Billie Eilish sem klæddist einnig Chanel Lesa meira
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Hildi – Einum verðlaunum frá útvöldum hópi – Barnabarn brautryðjanda
FókusNafn Hildar Guðnadóttur er á allra vörum þessa dagana eftir að hún tók við Golden Globe-verðlaunum í flokki tónlistar og hlaut Óskarstilnefningu með einungis nokkurra daga millibili. Frægðarsól hennar hefur risið hratt undanfarin misseri og kvikmyndarisar í Hollywood bíða í röðum. Hér eru fimm staðreyndir um tónskáldið sem þú kannski vissir ekki um þessa hæfileikaríku Lesa meira
Hildur fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskar – „Við þurfum að heyra raddir ykkar“
FréttirTónskáldið Hildur Guðnadóttir er Óskarssigurvegari og í senn fyrsti Íslendingurinn til að hreppa þau verðlaun. Eins og margir sérfræðingar höfðu spáð hlaut hún gullstyttuna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, en fyrr á árinu hafði hún fengið Golden Globe-verðlaunin og BAFTA-verðlaun. Þegar stórleikkonan Sigourney Weaver tilkynnti nafnið fékk Hildur standandi lófaklapp frá ýmsum goðsögnum í Lesa meira
Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“
Samfélagsmiðlastjarnan Blac Chyna var með þeim fyrstu sem mætti á rauða dregilinn á Óskarsverðlaunahátíðinni. Blac stendur nú í forræðisdeilu við fyrrverandi kærasta sinn, Rob Kardashian, og var vel til höfð á dreglinum, venju samkvæmt. Netverjar skilja hins vegar hvorki upp né niður í því af hverju Blac Chyna er á hátíð þar sem þau bestu Lesa meira
Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2020
FókusÓskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles og er ljóst að ýmislegt hafi komið áhorfendum á óvart. Óhætt er að segja að suður-kóreska kvikmyndin Parasite hafi borið sigur úr býtum, en alls vann hún til fernra verðlauna og þá allt í veglegum flokkum. Óskarsverðlaunahátíðin er langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og Lesa meira
10 ára leikkona smyglaði þessu inn á Óskarinn: „Nú er ekki aftur snúið“
MaturHin tíu ára gamla leikkona Julia Butters, sem sló í gegn í myndinni Once Upon a Time… in Hollywood, fetaði í fótspor frægra leikara og leikkvenna í kvöld er hún smyglaði nesti inn á Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles. Þessu ljóstraði Julia upp í viðtali við tímaritið People, en Julia faldi samloku með kalkúni í tösku Lesa meira
Stjörnurnar streyma á rauða dregilinn – Hildur er mætt – Sjáið myndirnar
Óskarsverðlaunin verða afhent innan skamms vestan hafs. Venju samkvæmt ganga skærustu stjörnur heims rauða dregilinn fyrir athöfnina sjálfa og kenndi ýmissa grasa á dreglinum í ár líkt og fyrri ár. Íslendingar fylgjast spenntir með hvort tónskáldið Hildur Guðnadóttir hreppi Óskarinn fyrir tónlistina í myndinni Jókerinn, og yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að fara heim með Lesa meira