fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Getum lært mikið af þríeykinu – „Lögga með vit í kollinum“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 07:40

Þríeykið, Víðir, Þórólfur og Alma. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við aðhyllumst flest þá grunnhugmynd að ákvarðanir sem varða líf og heilsu borgaranna, réttindi þeirra og skyldur, skuli teknar af lýðræðislega kjörnu fólki. Ekki aðeins sýnir reynslan að það skilar betri árangri til lengri tíma litið, heldur viljum við ekki síður að ákvörðunum fylgi lagaleg, siðferðileg og pólitísk ábyrgð,“

Svona hefst leiðari Aðalheiðar Ámundadóttur í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift hans er „Okkar ábyrgð“. Í pistlinum fjallar Aðalheiður um heimsfaraldur kórónuveirunnar og þá staðreynd að síðan hann hófst hafi breyttir tímar verið hvað varðar stjórnun landsins.

„Undanfarna átta mánuði höfum við hins vegar upplifað algerlega breytta tíma við stjórn landsins. Við höfum lagt traust okkar á fólk sem hefur ekkert lýðræðislegt umboð, þótt það hafi augljósa köllun til að þjóna samfélagi sínu. Almenningur í landinu og æðstu stjórnmálaleiðtogar hafa meira og minna sameinast um að treysta á hyggjuvit þessara þjóna, sem svo heppilega vildi til að gegndu stöðum sem nú eru meðal þeirra mikilvægustu í íslensku samfélagi: stöðum eins og embætti landlæknis og sóttvarnalæknis og löggu með vit í kollinum,“

segir hún og bendir á að svona eigi lýðræðisríki ekki að vera til lengdar en það hafi samt verið fróðlegt og stundum hugljómandi að fylgjast með störfum þríeykisins. Hún segir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur geti lært mikið af framgöngu þríeykisins. Hún víkur sérstaklega að því þegar starfslið knattspyrnulandsliðsins misnotaði traust Víðis Reynissonar. Hann hafi ekki brugðist við með því að skamma landsliðið eða drepa málinu á dreif. Hann hafi einfaldlega lýst því yfir að hann réði ekki við vald til að veita undanþágur þegar aðilar honum nátengdir ættu í hlut og hafi afsalað sér þessu valdi.

„Og hann baðst afsökunar svo mark var á tekið. Auðmýkt Víðis og heilbrigt sjálfsmat er lexía fyrir stjórnmálamenn, sem höfðu áður rofið samstöðuna ítrekað með framferði sem gaf til kynna að aðrar reglur giltu um þá en aðra. Landsmenn elskuðu Víði sinn ekki minna eftir mistökin, á meðan þyrluflipp og botnlausir brönsar voru pólitíkusum álitshnekkir. Annað sem greinir þríeykið frá stjórnmálastéttinni er frelsið sem þau gefa sér til að skipta um skoðun,“

segir Aðalheiður og nefnir sem dæmi að í vor hafi Þórólfur sóttvarnalæknir látið í veðri vaka að hann hefði litla trú á grímunotkun, hún væri til þess fallin að veita falskt öryggi. En nokkrum mánuðum síðar hafi honum snúist hugur og nú séu grímur málið, þær hafi sannað gildi sitt.

„Þetta er frábær kennslustund fyrir stjórnmálamenn. Prófið að skipta um skoðun ef nýjar og betri upplýsingar koma fram, í stað þess að fórna forvitni fyrir þrjósku og einsýni. Sem kjósendur í lýðræðisríki ættum við að nota þetta tækifæri og hugsa okkar gang. Það er því miður staðreynd að þeir stjórnmálamenn endast gjarnan best sem síst skyldi, á meðan gott fólk brennur út og hverfur. Það gefst upp, af því aðeins þau háværustu komast að og þau spilltustu og útsmognustu sigra flesta slagi af því þau svífast einskis. Fólk sem ekki má vamm sitt vita tapar öllum bardögum, af því það kann ekki klækjapólitík og vill ekki læra hana. Kjósendur gætu mikið lært af framgöngu þríeykisins, ekki síður en stjórnmálafólkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar