fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Miðar í átt að samkomulagi á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto – Verðlækkun sögð í kortunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 07:50

Álverið í Straumsvík. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vonir eru bundnar við að samningar náist á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um verulega lækkun orkuverðs fyrir áramót. Nokkur gangur hefur verið í viðræðum aðila að undanförnu um endurskoðun raforkuverðs fyrir álverið í Straumsvík. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að raforkuverð til álversins kunni að lækka um 30%.

Stjórnendur Rio Tinto hafa sagt að verksmiðjunni verði lokað ef raforkusamningurinn verði ekki endurskoðaður. Álverið hefur verið keyrt á lágmarksafköstum frá í vor. Það þýðir að aðeins hefur verið keypt það lágmark af raforku frá Landsvirkjun sem álverinu ber að kaupa samkvæmt samningi. Framleiðslan hefur því verið um 85% af því sem ráð var fyrir gert.

Morgunblaðið segir að í samningaviðræðunum hafi komið fram að framleiðslan í Straumsvík verði ekki aukin fyrr en búið er að ná samningum við Landsvirkjun.

Mikið tap var af rekstri álversins á síðasta ári, eða um 13 milljarðar. Árið á undan var tapið 5 milljarðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að tap hafi verið á rekstrinum fram eftir yfirstandandi ári en breyting hafi orðið þar á í ágúst þegar álverð hækkaði á heimsmörkuðum en það er nú um 2.000 dollarar á tonnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“