fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Seðlabankinn sigraði Samherja en tapaði fyrir Þorsteini Má – Milljónabætur dæmdar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 15:14

Þorsteinn Már í dómsal vegna málanna fyrr í haust. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö mál féllu í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snéru að áralangri deilu Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og Seðlabankans. Í öðru þeirra var um að ræða rúmlega 300 milljóna bótakröfu Samherja gegn Seðlabankanum vegna húsleitar Seðlabankans í húsakynnum Samherja á Akureyri og í Reykjavík þann 27. mars 2012. Í hinu málinu krafðist Þorsteinn Már miskabóta vegna húsleitarinnar og kæru gegn sér sem Seðlabankinn lagði fram.

Var þar Þorsteinn Már persónulega kærður til sérstaks saksóknara, forvera Héraðssaksóknara fyrir brot gegn gjaldeyrislögum á tímum gjaldeyrishafta. Rannsókn Seðlabankans gegn Þorsteini var látin niður falla um tveim árum síðar án frekari aðgerða ákæruvaldsins. Stjórnendur Samherja hafa alla tíð haldið sakleysi sínu fram og gagnrýnt aðferðir og málsmeðferð Seðlabankans við húsleitina sjálfa og rannsóknina sem fylgdi í kjölfarið.

Seðlabankinn var sýknaður af kröfu Samherja, en dæmdur til þess að greiða Þorsteini Má tvær og háfa milljón króna í skaðabætur auk vaxta. Þorsteinn gerði fimm milljóna skaðabótakröfu og miskabótakröfu að upphæð einnar og hálfrar milljónar.

Aðalmeðferð í málunum fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði og var mikið um það fjallað í fjölmiðlum. Voru þar meðal viðstaddra Helgi Seljan, fréttamaður á RUV, sem Samherji stendur nú í stappi við ásamt fleiri fréttamönnum RUV.

Athygli vekur að persónulegar upplýsingar um Þorstein Má eru birtar í dómnum, en hefð er fyrir því að þurrka út upplýsingar um heimilisfang, til dæmis, úr dómum sem birtir eru á heimasíðu dómstólanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”