fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rannsaka hvað gerðist á Landakotsspítala – Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals hafa 77 manns, tengdir Landakoti, greinst smitaðir af kórónuveirunni. Af þessum 77 eru um 40 áttræðir eða eldri. Talið er að smitið hafi borist inn á spítalann með starfsmanni. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að unnið sé að rannsókn á hvað hafi gerst á Landakotsspítala sem varð til þess að fjöldi sjúklinga smitaðist.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Má að niðurstaðan verði gerð opinber.

„Það skiptir okkur máli sem fagstofnun. Við viljum komast til botns í því hvað er á seyði hér og fyrst og síðast draga af því lærdóm, ef það eru einhver vandamál í okkar vinnuferlum, þá þarf að laga þau,“

hefur Morgunblaðið eftir honum.

Talið er að smit hafi borist inn á Landakotsspítala með starfsmanni þann 12. október og hafi síðan dreifst nokkuð hratt. Sjúklingar voru síðan fluttir af Landakoti á Reykjalund og Sólvelli á Eyrarbakka. Sumir þeirra reyndust vera smitaðir og það varð til þess að hópsýkingar komu upp á þessum stofnunum.

Haft er eftir Má að hann telji að starfsfólk hafi leikið lykilhlutverk hvað varðar hraða útbreiðslu smitsins meðal sjúklinganna, einnig sé húsnæði Landakotsspítala barns síns tíma og í flestum sjúkrarýmum séu fleiri en einn sjúklingur.

„Auðvitað væri ákjósanlegt að alls staðar væru einbýli en því er ekki til að dreifa á Landakoti, þó að það sé á sumum deildum. Það hefur komið fram að húsnæðið þarna er ekki „ídeal“ með tilliti til sýkingarvarna. Þar eru of fá salerni miðað við sjúklinga og slíkt, jafnvel þó að bætt hafi verið úr þessu á undanförnum árum. Þetta er ekki fullnægjandi og vankantar svona húsnæðis koma best í ljós þegar mest ríður á,“

hefur Morgunblaðið eftir honum en hann sagðist jafnframt ekki telja að húsnæðismálin hafi skipt miklu hvað varðar útbreiðslu smitsins.

„Ég held að útbreiðslan hafi ekki tengst húsnæðinu sérstaklega eða einhverri þröng á þingi, heldur endurspeglar þetta smitunarhátt þessarar veiru, sem er dropasmit og snertismit. Eðli smits af þessari tegund er slíkt, að það erum oftast nær við starfsmenn sem erum farartæki smitefnisins á milli sjúklinganna,“

er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“