fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur sóttvarnalæknir: Ekki ástæða til harðari aðgerða nú – Býst við óbreyttu ástandi næstu mánuði

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. október 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að ljóst væri að faraldurinn væri á hægri niðurleið og mátti ráða af orðum hans að Landspítalinn réði vel við álagið að svo stöddu. Í ljósi þess væri ekki ástæða til að fara í harðari aðgerðir „að svo stöddu.“ Þó hefði verið ánægjulegra, sagði Þórólfur, að sjá fjölda greininga fara hraðar niður. Þórólfur sagði þó að ljóst væri að landsmenn þyrftu að búa sig undir óbreytt ástand næstu mánuði.

Sagði Þórólfur: „Þetta er í sífelldri endurskoðun. Þau atriði sem einkum eru notuð til að þurfa hvort þurfi að herða aðgerðir eru fyrst og fremst þróun faraldurs og geta heilbrigðiskerfisins til að annast þá veiku sem þurfa að leggjast á sjúkrahús. Í dag virðist faraldurinn vera frekar stöðugur og jafnvel í hægri niðursveiflu. Á meðan hann er ekki í einhverjum veldisvexti er ekki ástæða til að grípar til harðari samfélagslegra aðgerða.

Þórólfur sagði að lokum að færi kúrfan í hina áttina og yrðu heilbrigðisyfirvöld vör við auknar innlagnir á sjúkrahús verði það skoðað með stjórnvöldum hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fékk svo orðið og biðlaði til almennings að viðhafa persónulegar sóttvarnir. Benti hann á að bylgjan nú væri jafn alvarleg og fyrsta bylgjan og benti á að enn vanti fólk í bakvarðasveitir heilbrigðisyfirvalda.

Staðan á spítalanum, að sögn Páls, væri sú að um 580 manns væru á Covid göngudeildinni. Þar af væru þrír merktir rauðir sem þýðir að hugsanlega komi til innlagnar þeirra og 14 væru flokkaðir gulir sem þýðir töluverð veikindi. Þó benti Páll á að um 100 manns yrðu líklega útskrifaðir af Covid göngudeild á allra næstu dögum. Það eru þá þeir sem eru að klára sín veikindi.

Inniliggjandi í gærkvöldi voru 11, þar af 2 á gjörgæslu. Tveir sjúklingar bættust svo við í dag og eru því 13 inniliggjandi, að sögn Páls. Páll benti á að fjöldi inniliggjandi sjúklinga væri, að meðaltali, að fjölga um einn á tólf klukkustunda fresti. Sú þróun væri svipuð og síðast. 95 starfsmenn spítalans eru nú í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi