fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ákærð fyrir hlutdeild í nauðgun eftir að meintur nauðgari lést: Horfði á hann hafa samræði við þroskahamlaða stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. október 2020 12:36

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur vísað aftur til Landsréttar sérstæðu kynferðisbrotamáli. Sakborningur í málinu er kona sem upphaflega var sakfelld í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir hlutdeild í nauðgun og dæmd í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta. Konan var ákærð fyrir að hafa horft á kærasta sinn hafa samfarir við þroskahamlaða stúlku, sem auk þess var undir 18 ára aldri.

Hinn meinti nauðgari lést áður en meðferð í máli hans lauk fyrir dómstólum. Var þá kærastan ákærð og sakfelld fyrir hlutdeild í nauðgun. Hún og þroskahamlaða stúlkan höfðu munnmök saman við manninn eftir uppástungu hinnar ákærðu. Síðan hafði maðurinn samræði við stúlkuna en konan lá við hliðina á þeim í rúminu og horfði á.

Er móðir stúlkunnar komst að því hvað hafði gerst kærði hún málið til lögreglu. Í bréfi barnaverndar sem lagt var fram í héraðsdómi er á það bent að brotaþoli sé þroskahömluð og eigi erfitt með að átta sig á því hvenær verið sé að blekkja hana og tæla. Skilningur hennar á því sem sagt sé við hana sé mjög slakur og því geti hún fundið sig í aðstæðum sem hún ráði ekki við og geti þá ekki spornað við fótum, sett mörk eða farið úr aðstæðum.

Landsréttur taldi að framganga konunnar, að horfa á og aðhafast ekki, jafngilti ekki hlutdeild. Taldi Landsréttur einnig að hinn látni meinti kynferðisbrotamaður hefði haft allt frumkvæði að komu stúlkunnar inn á heimilið þar sem atburðurinn átti sér stað. Var konan sýknuð fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.

Hæstiréttur taldi Landsrétt ekki hafa tekið rökstudda afstöðu til allra ákæruliða. Í dómnum segir: „Verður úrlausn hins áfrýjaða dóms skilin svo að sönnuð háttsemi ákærðu hafi ekki nægt til sakfellingar hennar, óháð mati á atferli Y gagnvart brotaþola.  Á hinn bóginn lét dómurinn hjá líða að taka rökstudda afstöðu til þess ákæruatriðis er laut að því hvort telja yrði að ákærða hefði veitt atbeina sinn að ætluðu nauðgunarbroti Y með því að liggja við hlið hans og brotaþola meðan á kynferðismökum stóð, þannig að félli undir verknaðarlýsingu 194. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Í því sambandi var heldur ekki tekin afstaða til þess hvort ákærða vissi um þroskaskerðingu brotaþola, og eftir atvikum til þýðingar þeirrar skerðingar við mat á aðstæðum, eða um tilefni þess að brotaþola var boðið á heimili hennar og Y.“

Hæstiréttur hefur vísað málinu aftur til Landsréttar sem þarf að taka það fyrir að nýju og kveða upp nýjan dóm.

 

Sjá dómana þrjá, efst dóm Hæstaréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki