fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Reynir og Vilhjálmur tókust á í réttarsalnum – „Þetta er orðið dálítið persónulegt hjá ykkur,“ sagði dómarinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vænti þess að þessi orð verði dæmd ómerk og þá er tilganginum náð. Peningarnir skipta mig minnstu máli. Aðalatriðið er að maður  nái að verja æru sína fyrir öllum þessum ósköpum. Ég vil fá úrskurð um að ég sé ekki morðingi og ég hafi ekki falsað fréttir. Þá erum við bara góðir,“ sagði Reynir Traustason í stuttu spjalli við blaðamann DV rétt fyrir upphaf almenns málflutnings í meiðyrðamáli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur.

Ummælin sem tekist er á um lét Arnþrúður falla í símatíma Útvarps Sögu í byrjun desember árið 2018 þar sem rætt var um Klaustursmálið. Arnþrúður spurði hlustendur hvað Reynir bæri ábyrgð á mörgum mannslífum, hvað hann hefði lagt líf margra fjölskyldna í rúst og hve margir hefðu grátið vegna fréttaflutnings Reynis í DV og síðar Stundinni. Ennfremur hélt hún því fram að Reynir hefði framleitt falsfréttir á færibandi.

Arnþrúður mætti ekki sjálf í dóminn en verjandi hennar Vilhjálmur Vilhjálmsson var fremur snúðugur er blaðamaður falaðist eftir ummælum í aðdraganda réttarhaldanna. Sagðist hann ekkert hafa að segja um málið. „Til hvers?“ sagði hann er blaðamaður spurði hvort Arnþrúður myndi mæta. „Þeir hafa gaman af þessu en ég hef ekkert gaman af þessu,“ sagði hann síðan og sveiflaði hendi að Reyni Traustasyni og lögmanni hans, Gunnari Inga Jóhannssyni.

Vilhjálmur og Reynir sagðir vera of persónulegir

Í málflutningi sínum gagnrýndi Reynir mjög harðlega að það væri notað gegn sér í greinargerð Arnþrúðar Karlsdóttur að hann hefði 11 sinnum verið kærður fyrir meiðyrði. Reynir benti á að hann hefði 10 sinnum verið sýknaður og í eina skiptið sem hann hafi verið dæmdur sekur hafi Mannréttindadómstóll Evrópu snúið dómnum við og ríkið hafi greitt honum og öðrum sakborningum sáttagreiðslu. Um er að ræða skrif DV um fyrirtækið Sigurplast árið 2007 og einn eiganda félagsins, Jón Snorra Snorrason, lektor í viðskiptafræði. Það væri siðaðra manna háttur að nota það ekki gegn mönnum að þeir hefðu verið kærðir fyrir meiðyrði ef þeir hefðu alltaf verið sýknaðir, sagði Reynir.

Vilhjálmur Vilhjálmsson rifjaði upp skrif Ólafs Haukssonar sem kallaði Reyni Traustason mannorðsmorðingja. Var sú grein rituð í tilefni af umfjöllun DV um Sigurplast en Vilhjálmur benti á að DV hefði skrifað samtals 60 fréttir um Jón Snorra og Sigurplast. Spurði Vilhjálmur Reyni hvort það hefði nokkuð haft áhrif á umfang þessarar umfjöllunar að Jón Snorri hefði kært blaðið. Reynir benti á að allar fréttirnar hefðu verið réttar.

Reynir sagði að persónuleg óvild gagnvart mönnum hefði aldrei haft áhrif á fréttaflutning en stundum upplifðu þeir sem væru til umfjöllunar það þannig. Þannig hefði Árni Johnsen eflaust upplifað fréttaflutning DV um sig árið 2001 en blaðið afhjúpaði þá þjófnað Árna Johnsen sem fólst í úttektum á byggingarvörum til eigin nota á reikning Þjóðleikhússins. Reynir benti jafnframt á að honum hefði persónulega alltaf líkað vel við Björn Leifsson sem blandaðist inn í mál Árna Johnsen. Vegna heiftar sinnar í sinn garð hefði Björn hins vegar freistað þess að kaupa DV þegar Reynir var þar ritstjóri.

Reynir rifjaði nokkrum sinnum upp að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður, bróðir Vilhjálms Vilhjálmssonar, hefði komið að umfjöllunum sem rifjaðar voru upp í þinghaldinu. „Bróðir þinn,“ sagði Reynir við Vilhjálm. Hann rifjaði líka tvisvar upp að DV hefði skrifað um meintan ritstuld Vilhjálms við lokaritgerð sína. „Þetta er orðið dálítið persónulegt hjá ykkur,“ sagði dómarinn þá og bað Reyni og Vilhjálm um að halda sig við málið sem væri til umfjöllunar.

Reynir og lögmaður hans, Gunnar Ingi.

Vilhjálmur bendir á mál sem Reynir tapaði

Vilhjálmur hermdi upp á Reyni að hann segðist aldrei hafa tapað meiðyrðamáli fyrir utan eitt sem MDE sneri síðan við. Hann rifjaði síðan upp að DV og Reynir hefðu tapað meiðyrðamáli sem Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, höfðaði gegn blaðinu, Reyni Traustasyni og Inga Frey, árið 2013, vegna skrifa blaðsins um gjaldeyrisviðskipti Jóns Þorsteins. Miðað við þetta virðist Reynir ekki hafa farið alveg rétt með um ferli sinn hvað meiðyrðamál varðar.

Aðspurður af lögmanni sínum, Gunnari Inga, sagðist Reynir eiga að baki 30 ára feril sem blaðamaður. Hann hefði flekklausan feril að baki og orðsporið væri það eina sem blaðamaður tæki með sér í gröfina. Honum væri því í mun að hrekja þennan áburð af sér sem fælist í ávirðingum Arnþrúðar sem settar væru fram í enda ferils hans sem blaðamaður.

Málflutningur stóð fram að hádegi en búast má við dómi í málinu, miðað við venju, innan tveggja mánaða.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum