fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hafstein var einróma endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks á aðalfundi félagsins í gær. Á fundinum var lýst yfir áhyggjum af stöðu dansara og danshöfunda innan þeirra sviðslistastofnana sem njóta stærstu fjárhæða frá ríkinu. Er sögð ríkja gróf mismunun því laun dansara séu lægri en annarra sviðslistamanna.

 

Fréttatilkynning frá félaginu er eftirfarandi:

„Fjölmennur aðalfundur Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks var haldinn í gær, þann 21. janúar.

Á fundinum var Birna Hafstein einróma endurkjörin formaður félagsins til næstu þriggja ára. Aðrir stjórnarmenn eru; Bergþór Pálsson, Eva Signý Berger, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Gunnarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Á fundinum voru meðal annars málefni dansara til umræðu en félagið hefur í langan tíma reynt að ná fram viðunandi samningum fyrir dansara í leikhúsum. Það var sterk samstaða og einróma álit fundarmanna að við þetta mætti ekki lengur una og því sendir fundurinn eftirfarandi ályktun;

Ályktun frá aðalfundi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks Haldinn þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 19.30

Aðalfundur Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu dansara og danshöfunda innan þeirra sviðslistastofnana sem njóta stærstu fjárhæða úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Gróf mismunun á sér stað hvað varðar laun dansara sem njóta lakari kjara en samherjar þeirra á leiksviðinu. Það þarf að ganga til samninga við þennan hóp listamanna. Sviðslistastofnunum ber að virða menntun og reynslu í ráðningum fagfólks og mega ekki mismuna einstaklingum eftir starfssviði eða kyni. Það brýtur í bága við hlutverk stofnananna samkvæmt lögum, samþykktum og yfirlýstri jafnlaunastefnu þeirra.

Jafnframt hvetur fundurinn sviðslistastofnanir til að gera kjarasamninga við danshöfunda á jafnréttisgrundvelli við aðra listræna stjórnendur sviðsetninga.

Reykjavík 22. janúar 2020 Fyrir hönd stjórnar FÍL og aðalfundar félagsins Birna Hafstein formaður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum