fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Varðskipið Þór komið til Flateyrar með björgunarmenn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 04:24

Varðskipið Þór. Mynd:Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Þór var statt á Ísafirði í gær og hélt fljótlega af stað til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, þrjá lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk.  Skipið er komið þangað en nær ekki að leggja að bryggju því hún skemmdist í snjóflóðinu.

Þetta hefur RÚV eftir Rögnvaldi Ólafssyni hjá Almannavörnum. Björgunarmenn, lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk verður ferjað í land. Þór mun síðan bíða úti fyrir Flateyri og verði til taks ef flytja þarf fleira fólk til eða frá Flateyri.

Haft er eftir Rögnvaldi að olíutankar hafi farið í sjóinn og byrjað sé að huga að því verkefni vegna mengunarhættunnar sem stafi frá þeim.

Hann sagði að flóðin, sem féllu á Flateyri, hafi verið mjög öflug, svipuð og flóðin sem féllu þar 1995. Hann sagði líklegt að svæðið fyrir ofan Flateyri sé búið að tæma sig að mestu en annarsstaðar í Önundarfirði sé enn snjóflóðahætta.

Vonskuveður er á Vestfjörðum og nær allir vegir lokaðir, þar á meðal til Flateyrar og Suðureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“