fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Ruddist heimildarlaust inn á heimili í Borgarbyggð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 30. september 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var á mánudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir húsbrot og eignaspjöll í Borgarbyggð.

Annars vegar var honum gert að hafa í febrúar brotið upp dyr og ruðst heimildarlaust inn á heimili brotaþola í Borgarbyggð og valdið við það skemmdum á dyraumbúnaði.

Eins var honum gert að hafa sparkað í framhurð bifreiðar og við það rispað lakk. Ákæruvaldið breytti reyndar orðalagi í ákæru og í stað þess að halda því fram að ákærði hafi sparkað í bifreiðina var orðalagi breytt í „sett annan fót sinn í hægri framhurð bifreiðarinnar.“

Ákærði var á skilorði þegar brotin voru framin. Játaði hann greiðlega og var það talið honum til málsbóta. Í dómsorði segir:

„Við ákvörðun refsingar ákærða er þess að gæta að það horfir honum til málsbóta að hann hefur greiðlega gengist við brotunum. Að öllu því virtu sem hér hefur verið rekið þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði“

Eins gekkst hann við því að greiða brotaþola sínum skaðabætur vegna þeirra skemmta sem hann hafði unnið. Alls 28.044 krónur. Einnig var honum gert að greiða 30 þúsund krónur í málskostnað og svo þóknun verjanda síns – 8611.180 krónur auk rúmlega 54 þúsund króna í ferðakostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita