fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Úlfúð vegna myndar Þjóðkirkjunnar – „Burt með þennan andkristna biskup, hún fær starf hjá BDSM klúbbnum“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 5. september 2020 15:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný opnumynd á Facebook-síðu Kirkjunnar hefur vægast sagt vakið upp mikil viðbrögð. Myndin er fyrir Sunnudagskólann, en á henni má sjá Jesú-fígúru með brjóst. Svo virðist vera að einhverjir séu óánægðir með það og sumir segjast meira að segja ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, vegna myndarinnar.

Skjáskot af Facebook-síðu Kirkjunnar. Þarna má sjá hinn umdeilda Jesú

Margir hafa skilið eftir ummæli fyrir neðan myndina til að koma skoðun sinni á framfæri og lýsa óánægju sinni.

Varist falsspámenn Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.

Þjóðkirkjan skammist ykkar. Þetta er guðlast af háu stigi.“

Mér varð bara illt í hjartanu þegar ég sá þessa hræðilegu mynd. Hvað er að gerast í trúmálum okkar þjóðar. Hef íhugað að segja mig úr Þjóðkirkjunni,

Börn fá ekki lengur að kynnast fagnaðarerindinu í kirkjunni,

Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína honum slíka niðurlægingu.

Ég er farinn að hald að innihaldið í Fréttablaðinu sé heilagara en Biblían hjá Þjóðkirkjumönnum.

Margrét Friðriksdóttir stofnandi Stjórnmálaspjallsins er ein þeirra sem er óánægð með myndina. Hún hvetur til mótmæla fyrir utan Biskupsstofu. Þá segir hún biskup andkristin og segir að hún muni fá starf hjá „BDSM klúbbnum“.

„Hvað segir fólk um að mótmæla fyrir utan Biskupsstofu? Burt með þennan andkristna biskup, hún fær starf hjá BDSM klúbbnum.“

Þó eru alls ekki allir sem eru neikvæðir gagnvart myndinni heldur finnst jákvætt og flott að kirkjan fagni fjölbreytileikanum og sýni Jesú sem er frábrugðinn sinni hefðbundnu birtingarmynd.

Meðlimir Facebook-hópsins Hin­segins­pjallið eru þó misánægðir með myndina. Þar finnst fólki að kirkjan skreyti sig með stolnum fjöðrum. Þess má geta að í sumar baðst Þjóðkirkjan afsökunar á mismunun sinni gagnvart hinsegin fólki, sem á sér langa sögu.

https://www.facebook.com/kirkjan/posts/10158479799837719

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans