fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Fréttir

Rólegt í Eyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 10:21

Frá Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulega rólegt er í Vestmannaeyjum þessa verslunarmannahelgi enda var Þjóðhátíð aflýst eins og landsmenn vita. Þrátt fyrir það var kveikt í brennu í gærkvöld. Lokað var inn í Herjólfsdal en fólk fylgdist með brennunni úr fjarlægð, sem og með flugeldasýningu. Lögreglan í Vestmannaeyjum fer yfir þetta og verkefni sín í nótt í tilkynningu á Facebook-síðu sinni:

„Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt og engin alvarleg mál komu upp. Kveikt var í brennu á Fjósakletti kl. 23:00 í gærkveldi. Töluverður fjöldi áhorfanda var að fylgjast með þegar kveikt var í brennunni. Búið var að loka fyrir aðkomu að Herjólfsdal og var gæsla á vegum brennuleyfishafa og lögreglu. Fólk safnaðist saman við Hamarsveg og á golfvellinum til að horfa á brennuna og flugeldasýninguna.

Þrjú fíknefnamál komu upp frá því í gær og í nótt. Öll málin voru svokölluð neyslumál. Efnið sem haldlagt var er kannabis.
Tvisvar þurfti lögreglan að hafa tal af fólki þar sem kvartað var yfir hávaða þar sem gleðskapur var í heimahúsi og truflaði þar nágranna sína.

Að öðru leyti var nóttin tíðindalaus hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga