fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Við viljum ekki Þórarin Tyrfingsson aftur!“ – Starfsmenn SÁÁ óttast viðbrögð Þórarins og endurkomu ógnarstjórnar

Heimir Hannesson
Mánudaginn 22. júní 2020 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill styr hefur staðið um komandi aðalfund SÁÁ og kurr í starfs- og stjórnarfólki SÁÁ. Kosið verður á milli Einars Hermanssonar og Þórarins Tyrfingssonar á fundinum 30. júní næstkomandi.

Nú hafa starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ blandað sér í leikinn svo um munar með nokkuð harðorði yfirlýsingu gegn framboði Þórarins. Tilefni tilkynningarinnar er að „í fjölmiðlum hefur verið [fjallað] um fjárhagsvanda, óróleika og að allt sé í einhverskonar lamasessi hjá SÁÁ.“

Segir í fjölmiðlatilkynningunni:

  1. Vandi SÁÁ snýst ekki um peninga
  2. Vandi SÁÁ snýst um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum
  3. Meðferðarvinnan hefur aldrei gengið betur, undir stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og miklar jákvæðar breytingar hafa orðið innan starfsmannahópsins vegna annara stjórnunarhátta en áður
  4. Við viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson aftur!
  5. Við treystum Einari Hermannsyni í formannssæti SÁÁ

„Okkur þarf ekki að bjarga“

„Nú hefur Þórarinn Tyrfingsson boðið sig fram til formanns SÁÁ að nýju. Að hans mati getur enginn nema hann bjargað SÁÁ og kveðið niður þann óróleika sem hann telur að eigi sér stað í starfi samtakanna. Óróleika sem hefur að miklu leyti skapast af hans eigin völdum. Þórarinn hefur unnið ötullega að því að reyna skapa úlfúð og missætti milli starfsstétta og hans handbragð var auðþekkjanlegt á öllum gjörðum framkvæmdarstjórnar sem leiddu til vantraustsyfirlýsingar starfsfólks meðferðarsviðs á formann SÁÁ og framkvæmdarstjórn í apríl sl.,“ segir í tilkynningunni.

„Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið.“

Óskir starfsmanna um nafnleynd til merkis um ógnarstjórn Þórarins

Undir tilkynninguna rita 57 starfsmenn meðferðarsviðs sem er stór hluti starfsmanna SÁÁ og mikill meirihluti meðferðarsviðs. En vegna „ótta við viðbrögð Þórarins Tyrfingssonar, sem sýnir kannski í einföldustu myndinni þá ógnarstjórn sem var við lýði þegar hann var við stjórn,“ koma einhverjir starfsmenn fram undir nafnleynd, segir í yfirlýsingunni.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa fréttir verið sagðar af uppsögnum lykilstarfsfólks, mikillar starfsmannaveltu, óánægju starfsfólks og fjárhagsvanda. Þar til viðbótar hafa tekjur SÁÁ af spilakössum í gegnum eignarhlut sinn í Íslandsspilum verið til umræðu nýverið eftir heilsíðuauglýsingar Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem beindust að og nafngreindu stjórnarfólk SÁÁ, Rauða krossins, Háskóla Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjörg.

Hefur DV eftir heimildarmanni sínum innan SÁÁ að upplifun innanbúðarfólks sé að framundan sé allsherjar uppgjör „milli tveggja algjörlega andstæðra og ósættanlegra sjónarmiða um framtíð SÁÁ.“

Tilkynningin í heild sinni má nálgast hér:

Yfirlýsing starfsmanna meðferðarsviðs SÁÁ vegna aðalfundar

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala