fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Mælir ekki með notkun á andlitsgrímum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 07:55

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, mælir ekki með notkun andlitsgríma þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hafi á föstudaginn breytt ráðleggingum sínum varðandi notkun á slíkum grímum til að verjast kórónuveirusmiti.

Þetta kom fram í viðtali RÚV við Þórólf sem sagði rök skorta fyrir ákvörðun WHO. Áður en WHO breytti um stefnu í þessu máli hafði stofnunin sagt grímurnar veita falskt öryggi og auk þess gengi á birgðir, sem heilbrigðisstarfsfólk þyrfti á að halda, ef almenningur notaði slíkra grímur.

„Mér finnst þetta vera skrýtnar tillögur miðað við það sem stofnunin lagði til þegar veiran var í vexti. Það eru engar nýjar röksemdir fyrir að þetta komi að gagni.“

Sagði Þórólfur í samtali við RÚV og benti á að einkennilegt sé að tala um slíka grímunotkun þegar faraldurinn sé í rénun.

Hann sagði einnig að notkun á andlitsgrímum geti leitt til þess að fólk gæti sín ekki eins vel á öðru fólki og að það sjáist vel að fólk sé stöðugt að káfa á grímunum. Grímunotkun geti því hugsanlega stuðlað að aukningu smita. Þess utan sé lítið um smit hér á landi núna og því mæli hann ekki með almennri notkun á andlitsgrímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur