fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Einar kallar Kára „freka kallinn“ – „Þá ferðu ekki að grenja eftirá“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 07:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Einar Kárason virðist ekki par sáttur með Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar. Sá síðarnefndi var ansi áberandi í fjölmiðlum í liðinni viku, en líklega þykir viðtal hans í Kastljósi standa upp úr, þar sem hann líkti Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra við „Afskaplega hrokafulla litla tíu ára stelpu.“ Í kjölfar þáttarins sagði Einar þetta:

„Mér sýnist á ummælum margra vina minna á þessum vettvangi í kvöld, að botnlaus hroki og sjálfsupphafning, með tilheyrandi smásálarskap og fýlu, þyki núorðið merki um sérstaka mannkosti. Hvaðan það kemur veit ég ekki; þúsund ára bókmenntasaga okkar bendir ekki til þess að þannig sálarmyndir hafi yfirleitt þótt aðdáunarverðar.“

Í gærkvöld tjáði Einar sig enn frekar um málið, en hann segist hafa fengið skammir fyrir orðin sem hann lét falla í kjölfar þáttarins. Hann heldur því fram að það hafi verið illa vegið af Kára að „dissa“ tíu ára stelpur sem honum finnst vera besta fólk veraldar.

„Jón Gnarr kom á kreik hugtakinu „freki kallinn“ í sambandi við þjóðfélagsumræðuna, og af einhverjum ástæðum sá ég alltaf fyrir mér Kára Stefánsson þegar það barst í tal. Þegar sá sami fyrir einhverjum dögum kom með fýlusvip í sjónvarp og var fór að dissa tíu ára stelpur, besta fólk í veröldinni, og segja ráðherra jafn hrokafulla og þær, þá setti ég status inn á þennan vettvang. Þau ummæli hafa kallað yfir mig meiri skammir á allskonar póstum og þráðum en ég man eftir, og er þó ýmsu vanur.“

Einar segir það asnalegt af Kára að ætlast til þess að fá hrós. Ætli maður sér að gera góðverk þá sé hrós engin trygging.

„K.S.var í umræddu sjónvarpsviðtali sár yfir að fá ekki hrós fyrir góðverk sem hann kaus sjálfur að fremja. Og þannig sárindi eru auðvitað lítilmannleg; kjósirðu að vera miskunnsamur Samverji, þá ferðu ekki að grenja eftirá yfir að fá ekki nægar þakkir fyrir umhyggjuna.“

Það sem Einari finnst þó sérkennilegast er að Kári ætlist til þess að hrós, þó hann virðist aldrei hrósa samstarfsfólki sínu. Einar segist ekki muna nöfnin á öðrum starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar og það sé líklega vegna þess hve lítið Kári hrósar þeim.

„En allt um það; eitt vakti athygli í allri umræðu um góðmennsku K.S. við að skima fólk: Aldrei heyrði maður á samstarfsfólkið minnst! Hjá honum skilst mér að vinni meira en hundrað manns, hámenntaðir snillingar. En það er eingöngu mannvinurinn og öðlingurinn Kári Stefáns sem er að að sýna allan þennan rausnarskap. Enginn sem ég spurði mundi nafn nokkurs manns úr hans starfsliði. Enda aldrei á það fólk minnst! En þegar KS fær ekki nógu mikla gloríu fyrir það sem gert var, þá birtist hann og þykist voða sár yfir því að hans samstarfsfólki sé ekki þakkað nóg!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út