Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 23. maí 2020 08:00

Guðmundur Jónsson var metinn hæfsti umsækjandinn. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur enn ekki svarað því hvað Guðmundur Jónsson hafði fram yfir aðra umsækjendur um rekstur tjaldsvæðisins á Borg.

Umsækjendur um leigu á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi í ársbyrjun voru, auk Guðmundar Jónssonar, hjónin Skúli Baldursson og Ingunn Magnúsdóttir fyrir hönd fjölskyldufyrirtækisins Lynggarða ehf. og Magnús Ingberg Jónsson verktaki, sem nýverið dró til baka framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Engar hæfniskröfur í fyrri auglýsingu

Eins og DV greindi frá var Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, val inn hæfasti umsækjandinn af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Árið 2008 hlaut Guðmundur fang elsisdóm fyrir kynferðislega misnotkun og árið 2010 dóm fyrir umboðssvik, fjárdrátt, skattalaga- og bókhaldsbrot. Guðmundur Jónsson hefur rekið tjaldsvæðið á Borg síðan 2017. Þá sendu tveir inn umsókn eftir að sveitarfélagið aug lýsti eftir rekstraraðila en Guðmundur var metinn hæfari. Engar hæfniskröfur voru þá settar fram af hálfu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn ráðfærir sig við lögmann

Auglýst var að nýju í ársbyrjun og var Guðmundur þá metinn hæfastur þriggja umsækjenda. Þá voru settar fram þær hæfniskröfur að umsækjandi „þurfi að gera grein fyrir reynslu sinni af ferðaþjónustu, gera grein fyrir sýn sinni á rekstur tjaldsvæðisins, hafa reynslu af rekstri, vera reglusamur, vera í skilum með opinber gjöld og lífeyrisiðgjöld starfsmanna“. Ekki hefur enn fengist uppgefið hjá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hver hinn umsækjandinn var í fyrra skiptið. Oddviti sveitarstjórnar svaraði því til að sveitarstjórnin væri að fara yfir þá fyrirspurn og ýmsar aðrar spurningar frá DV í samráði við lögmann, svo sem hvað Guðmundur hefði haft fram yfir aðra umsækjendur í hvort skipti. Sveitarstjórn hefur hins vegar upplýst blaðamann um hverjir sóttu um í ár.

 

Tjaldsvæðið á Borg. Mynd/Grímsnes- og Grafningshreppur

Um árabil í farsælum rekstri

Skúli og eiginkona hans, Ingunn Magnúsdóttir, ráku Sláttu- og garðaþjónustu Suðurlands um fimm ára tímabil og sáu um mörg stór verk fyrir sveitarfélög, húsfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Meðal sveitarfélaga sem þau störfuðu fyrir voru Hveragerði, Bláskógabyggð og Árborg. Þegar mest var störfuðu hjá þeim tíu manns yfir sumartímann. Árið 2016 seldu þau fyrirtækið og stofnuðu Lynggarða ehf., sem sinnir alhliða garðaþjónustu, smíðavinnu og meindýravörnum. Skúli og Ingunn hafa ávallt staðið í skilum með opinber gjöld og hvorki þau né fyrirtæki á þeirra vegum farið í gjaldþrot. Síðustu tólf ár hafa þau enn fremur rekið ferðaþjónustu og selt bæði gistingu í bústaði og veiðileyfi. Skúli vildi ekki tjá sig um umsókn þeirra að öðru leyti en því, að þau hefðu talið sig eiga möguleika á að vera valin úr hópi umsækjenda: „Við teljum að við höfum verið fyllilega hæfir umsækjendur.“

Tvisvar í forsetaframboði

Magnús Ingberg er frá Svínavatni í Grímsnesi en er nú búsettur á Selfossi. Hann rak bátaleigu við Svínavatn í 15 ár og stendur nú í námuvinnslu á landareign sinni í Stangarhyl í Grímsnesi. Magnús bauð sig fram til embættis forseta Íslands fyrir fjórum árum, en náði ekki að safna nægilega mörgum undirskriftum til að framboðið væri gilt. Þá bauð hann sig einnig fram í ár en dró framboðið til baka vegna þess hversu hægt gekk að safna undirskriftum.

Magnús Ingberg Jónsson var einn umsækjenda.

Skilaði engum fylgigögnum Magnús sendi DV afrit af umsókn sinni um leigu og rekstur á tjaldsvæðinu, en þar kemur aðeins fram: „Hér með sæki ég um tjaldsvæðið á Borg,“ og síðan fylgir með fullt nafn og kennitala. Þegar sveitarstjóri svaraði og sagði að mögulega hefði vantað viðhengi þar sem farið væri yfir hvernig umsækjandi uppfylli kröfur auglýsingar, sendi Magnús til baka að hann gæti fyrirframgreitt sveitarfélaginu andvirði fimm ára leigu á tjaldsvæðinu, en í auglýsingu kom fram að hægt væri að greiða leigu með vinnuframlagi. Magnús segir að sveitarfélagið hefði átt að vera afar sátt við slíkt tilboð en reksturinn var boðinn út til fimm ára. Hann viðurkennir að hafa átt töluverð samskipti við sveitarstjórnina vegna ýmissa mála, til dæmis hafi þau keppt um lóð á uppboði, og að milli þeirra séu ekki miklir kærleikar. „Það hefði engu máli skipt þó ég hefði skilað inn öllum gögnum með umsókn því það hefði alltaf komið niður á sama stað,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum