fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Leitin að skipverjanum bar engan árangur

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. maí 2020 19:41

Frá Vopnafirði. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að skipverjanum sem saknað er á Vopnafirði hefur engan árangur borið. Leit hefur staðið yfir í dag.

Þann 18.maí síðastliðinn barst tilkynning til Lögreglunnar á Austurlandi um að skipverja væri saknað af fiskiskipi eftir að skipið kom til hafnar í Vopnafirði. Leit hófst í kjölfarið.

Leitarsvæðið frá Tangasporði að Sandvík hefur verið leitað í tvígang sem og sandfjörur í Sandvík. Leit á sjó hefur verið frestað vegna sjógangs en leitarskilyrði verða endurskoðuð þegar líður fram á kvöld. Frekari leit á landi verður ekki haldið áfram í dag.

Leit morgundagsins verður skipulögð í fyrramálið og reiknað er með að sú leit verði með svipuðu sniði og í gær og leitarsvæðið hið sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum