Flugfélagið Play stefndi á að hefja sölu á flugmiðum fyrir vorið að sögn forstjóra félagsins, Arnars Más Magnúsonar en ljóst er að svo verður ekki. Lítið hefur spurst til félagsins síðustu misseri en í vikunni virðist hafa rofað til með aukinni fjármögnun. Fram kom á vefnum turisti.is í vikunni að félagið væri komið með nægt fjármagn til að hefja flug en biði átekta með að taka sína fyrstu vél í notkun og flugfélagið sé því langt frá því að leggja upp laupana heldur bíði átektar á rásmarkinu. Það vekur því athygli að samskiptastjóri Play, María Margrét Jóhannsdóttir hefur látið að störfum. María Margrét starfaði áður á markaðasviði WOWair og þar á undan sem blaðamaður en hún er með próf í alþjóðasamskiptum. María Margrét þótti sýna vaska framgöngu í fjölmiðlafárinu sem einkenndi nýja félagið en nú stendur á svörum. Illa gengur að ná í forrystumenn flugfélagsins sem verjast allra fregna. Flest flugfélög heims eiga erfitt uppdráttar sem stendur vegna Corona veirunnar en samkvæmt frétt Mannlífs í vikunni stefnir Play á að hefja flug næsta vetur og er með flugrekstrarleyfi klár.
Ekki náðist í forstjóra né sölu- og markaðsstjóra Play við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.