Fréttastofa Stöðvar 2 birti í kvöld myndband af skartgripaþjófum sem brutust in í verslunina Gull og Silfur á Laugavegi í nótt. Tilkynnt var um innbrotið um fjögurleitið í nótt. Tveir menn eru grunaðir um ránið, en þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Greint var frá innbrotinu í dagbók lögreglunnar í morgun.
Í frétt Stöðvar 2 birtist einnig viðtal við eiganda verslunnarinnar sem segir málið „ömurlegt í alla staði.“ Hann sagði að þjófarnir hafi verið með öflug tæki til þess að brjóta rúðurnar sem voru sjöfaldar og því ekki auðbrjótanlegar. Hann sagði að tapið væri á bilinu ein og hálf til tvær og hálf milljónir króna.
Myndbandið má sjá hér að neðan.