Sautján ára piltur var úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald í kvöld vegna alvarlegrar líkamsárásar sem átti sér stað í Breiðholti í gær. Gæsluvarðhald var veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Hann er grunaður um að hafa stungið unglingspilt tvisvar í lífshættulegri árás. Þolandi árásarinnar er á batavegi.