fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Valdimar ósáttur við skrif Kolbrúnar – „Ég tilheyri ekki þessu græðgisliði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tilheyri ekki þessu græðgisliði og hef aldrei gert og hef gagnrýnt þessa samþjöppun lengi,“ segir Valdimar Örn Flygenring leiðsögumaður og leikari, en hann knýr áfram áhugaverðar umræður um stöðu ferðaþjónustunnar í ummælakerfi undir frétt um leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur hjá Fréttablaðinu, þar sem Kolbrún sakar ferðaþjónustuna um græðgi og fyrirhyggjuleysi.

Það er vægt til orða tekið að staða ferðaþjónustufyrirtækja er afar erfið þar sem verkefni og tekjur hafa nánast þurrkast út í kjölfar kórónuveirufaraldursins og hætta er á því að þjónusta við erlenda ferðamann liggi niðri út árið.

Leiðari Kolbrúnar hefur vakið mikla athygli í dag, sérstaklega eftir að DV gerði honum skil, en Kolbrún sendir ferðaþjónustunni þessa sneið:

„Lítum okkur nær og tökum dæmi úr íslenskum veruleika. Margir innan ferðaþjónustunnar hefðu í góðæri mátt sýna mun meiri fyrirhyggju en gert var. Þar var græðgishugsun of víða áberandi, með tilheyrandi okri. Álitið var að góðæri og túrismi myndi nánast endast að eilífu. Þess vegna var ekki lagt til hliðar fyrir mögru árin, eins og skynsamlegt er, heldur jafnvel greiddur út arður á sama tíma og verið var að safna skuldum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Hótel spruttu síðan upp eins og gorkúlur og þeir sem spurðu hvort virkilega væri þörf á þeim öllum og bættu við að niðursveifla myndi örugglega koma voru stimplaðir sem neikvæðir og gamaldags.“

Valdimar segir að skrif Kolbrúnar beri merki um Þórðargleði sem sé henni til vansa. Hann bendir á að ferðaþjónusta hafi staðið undir 30% af þjóðartekjum árum saman og verið ein af helstu ástæðum þess að þjóðin náði sér á strik eftir bankahrunið.

Valdimar bendir enn fremur á að alls ekki öll fyrirtæki í greininni hafi sýnt fyrirhyggjuleysi eða græðgi. Sjálfur sé hann ekki hluti af þeirri miklu samþjöppun sem hafi átt sér stað í greininn og margir hafa gagnrýnt: „Ég tilheyri ekki þessu græðgisliði og hef aldrei gert og hef gagnrýnt þessa samþjöppun lengi.“

Valdimar segist heldur ekki vita til þess að Kolbrún hafi nokkurn tíma komið nálægt ferðaþjónustunni en hann segir í einu af mörgum innleggjum sínum í umræðunni: 

Það er auðvitað til fullt af flottu fólki um allt land. En hvernig átti að bregðast við þegar ferðamönnum fjölgaði úr um 300000 í 2,7 mills á innan við 10 árum…..það krefst gríðarlegrar innviðauppbyggingar, hótela, þjónustu osfr. Kanski hefði bara átt að banna fólki að koma, en það var ekki gert, og því varð að bregðast við. Margt af þessu fólki sem hefur starfað með mér m.a. í ferðaþjónustunni er með allt sitt undir. Og situr ekkert á neinum sjóðum. Það veit ég. Gríðarlegar fjárfestingar til að standa undir þjónustuþörfinni. Það hefði kanski verið snjallast að bragðast ekkert við og hreinlega banna fólki að koma. Hvað hefði verið sagt þá? Auðvelt að vera vitur eftir á. Svo veit ég ekki til þess að Kolbrún hafi nokkru sinni komið nálægt ferðaþjónustu.

Rauður þráðurinn í gegnum þessi skrif Valdimars er sá að hann varar við alhæfingum um heila atvinnugrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki