fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sólveig Anna styður flugfreyjur í mótmælum gegn launaskerðingu: Eiga að hlýða „stjórunum og vera til friðs“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur íslenskum flugfreyjum til varnar í harðorðum pistli á facebook.

Viðskiptablaðið greindi frá því síðastliðinn mánudag að stjórn Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) væri ekki tilbúin til að skerða kjör flugfreyja og flugþjóna til frambúðar þar sem ekki er svigrúm til frekari skerðingar hjá félagsmönnum. Fram hefur komið að launakostnaður hjá Icelandair er hærri en hjá flestum keppinautum félagsins. Um þessar mundir er verið að  endursemja við starfsmenn félagsins til að ná niður launakostnaði. Icelandair hyggst fara í hlutafjárútboð á næstunni til að tryggja samkeppnishæfni félagsins til frambúðar en útboðið er þó háð því að viðræður við stéttarfélög skili árangri.

Í mola sem birtist í viðskiptafylgiritinu Markaðnum nú á dögunum kemur fram að yfirlýsingar Flugfreyjufélagsins um að þær muni ekki taka á sig launaskerðingar vekji furðu. „Á tímum sögulegs atvinnuleysis, þegar starfsemi Icelandair er í lamasessi, kemur slíkt tal ekki heim og saman við raunveruleikann.“

„Random röfl“

Í pistli sínum á facebook kemur Sólveig flugliðum Icelandair til varnar. Segist hún styðja það að flugfreyjur eins og annað fólk á vinnumarkaði fái sanngjörn og eðlileg laun.

Bendir hún á að ef að aðkoma fjárfesta á tímum Covid sé háð því að vinnanndi fólk taki á sig launalækkanir þá sé vinnumarkaðurinn kominn á vondan stað. Sólveig segist jafnframt hafa átt von á því að fjölmiðlar myndu  sverta baráttu flugfreyjanna.

„Með því að útskýra með einhverju random röfli af hverju þær ættu að hlýða stjórunum hjá Icelandair; þær væru mjög heppnar að búa á Íslandi af því að hér væri allt svo fallegt eða þær ættu að vera glaðar að vera hraustar eða hvað það nú er sem menn láta sér detta í hug þegar kemur að því að sannfæra konur um að þær hafi það bara víst mjög gott og eigi að vera til friðs.

Sólveig Anna bendir á fyrrnefndan mola í Markaðnum og er mikið niðri fyrir.

„Auðvitað, við hljótum öll að verða furðu lostin yfir því að „launþegar skuli ekki vera til í að fokka sér hratt og örugglega. Konurnar eru bara í sjálfsblekkingu og ekki í tengslum við raunveruleikann! Sem er auðvitað mjög standard fyrir konur og eitt stærsta vandamál mannkynssögunnar.“

Sólveig heldur kaldhæðninni síðan áfram.

Mér finnst líklegt að framvarðasveit flugfreyjufélagsins skiptist á að vera á túr svo það sé pottþétt alltaf ein svoleiðis þegar fundað er með Boga Nils og strákunum. Íslands ógæfu verður jú allt að vopni, sérstaklega konur.

 Hún segir blaðamenn Markaðarins notast við gaslýsingu: láti fólki líða eins og það sé klikkað til að grafa undan því að fólkið trúi á eigin dómgreind og treysti á eigin sýn á veröldina.

Enda konur í kvennvinnum um alla veröld og mikilvægt að hafa góða stjórn á þeim. Í raun aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna í ljósi þeirrar miklu uppivöðslusemi sem tíðkast hjá kvenpersónum á þessum síðustu og verstu.
Þá segist Sólveig Anna spennt að fylgjast með framhaldinu.

Efling er reyndar að fara í verkfallskosningu þannig að Eflingar-konurnar hjá sveitarfélögunum munu fljótlega komast fyrstar í röðina hjá strákunum sem vinna við að hella sér með reglulegu millibili yfir konur í konu vinnum. En kannski fáum við og flugfreyjurnar aðeins að skiptast á í því að taka við hroðanum. Menn geta jú verið herramenn ef þeim svo sýnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki