Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar er einnig grunaður um að hafa verið ölvaður og hinn reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Um klukkan tvö í nótt var gestur í samkvæmi í íbúð í Grafarvogi handtekinn en hann er grunaður um líkamsárás, að hafa ráðist á nágranna sem kvartaði yfir hávaða frá samkvæminu. Hinn handtekni var vistaður í fangageymslu.
Frá miðnætti til klukkan 5 sinnti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 13 verkefnum tengdum hávaða og/eða samkvæmishaldi í heimahúsum. Á suma staði þurfti að fara oftar en einu sinni.