fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Þjóðkirkjan auglýsir fermingar með bolasendingum – Ok, boomer!

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 17:57

Mynd: kirkjan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Biskupsstofa hefur sent öllum börnum fæddum árið 2007 hvítan bol með merki Þjóðkirkjunnar, bol sem kallaður er „skírnarkjólsbolur” á vef Þjóðkirkjunnar þar sem sagt er frá sendingunni.
„Þó svo veiruinnrás hafi sett fermingar vorsins í kransaköku sjáum við glitta í fermingarlandið. Þá er ekki seinna né vænna að hefja fermingarundurbúning ársins 2021, barna fædd 2007.
Það er sumsé ekki til fermingarundirbúningur. En, það er til fermingarundurbúningur.
Ok, boomer!,“
segir ennfremur á vef Þjóðkirkjunnar. Þar kemur fram að öll börn sem fædd eru árið 2007 – alls 4.100 börn – fái sendinguna jafnvel þó ekki ætli öll börn að fermast. Með bolnum fylgja síðan leiðbeiningar um að hægt sé að fá helstu upplýsingar um fermingu 2021 á vefnum ferming.is og má þar til að mynda sjá upptöku af sérstökum skilaboðum til fermingarbarna frá séra Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi.
Þjóðkirkjan bendir á að þau börn sem fædd eru árið 2007 og hafa ekki fengið skírnarkjólsbol geti haft samband við Biskupsstofu og fá þau bol sendan um hæl.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys við Brooklyn-brúna – Skipið var á leið til Íslands

Hörmulegt slys við Brooklyn-brúna – Skipið var á leið til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum