fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Var neyddur til að dveljast á geðdeild í 21 dag – Talinn hættulegur öðru fólki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 17:53

Landsréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær nýlegan dóm Héraðsdóms Vesturlands í máli manns sem var nauðungarvistaður á geðdeild í 21 dag. Maðurinn vildi hnekkja úrskurði sýslumanns um vistunina og höfðaði mál til ógildingar ákvörðuninni.

Sýslumaður samþykkti beiðni um nauðungarvistun mansins á grundvelli 19. greinar lögræðislaga frá árinu 1997. Vísaði hann þar í vottorð geðlæknis og taldi af því ljóst að maðurinn væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi sem hann hefði glímt við í mörg ár. „Hafi hann ekki tekið lyf í um ár og ástand hans farið versnandi mánuðina á undan. Hann sé nú í bráðu geðrofi, sé ör, og hafi verið æstur og ráðist á fólk í þessum veikindum. Telji læknirinn hann geta verið hættulegan öðrum í þessu ástandi og vera í bráðri þörf fyrir innlögn á geðdeild. Loks segir í vottorðinu að nauðungarvistun sé óhjákvæmileg til að koma í veg fyrir að hann valdi öðrum skaða og til að koma við nauðsynlegri meðferð við hans geðsjúkdómi, ella geti ástand hans versnað enn frekar, segir í dómi héraðsdóms í fyrra.“

Geðæknir gaf skýrslu fyrir dómi og greindi frá því að maðurinn hefði mikil geðrofseinkenni og væri hættulegur öðru fólki. Hann væri ógnandi í garð starfsmanna spítalans og hefði ekkert innsæi í sjúkdómsástand sitt. Taldi geðlæknirinn óhjákvæmilegt að vista manninn á geðdeild í 21 sólarhring.

Lögræðislögin má lesa hér. Í 19. grein þeirra segir að sjálfráða maður verði ekki vistaður nauðugur á sjúkrahúsi. Þó geti læknir ákveðið „að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Sama gildir ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana- og fíkniefna.“

Enn fremur segir að með samþykki sýslumanns megi vista sjálfráða mann gegn vilja sínum í sjúkrahúsi til meðferðar í allt að 21 sólarhring frá dagsetningu samþykkis sýslumanns.

Maðurinn áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms í gær, þann 20. apríl.

Dóm Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“