fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Tilslakanir á samkomubanni – Þetta breytist 4. maí

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um breyttar reglur um takmarkanir á samkomum frá og með 4. maí.

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns, hægt verður að opna framhaldsskóla og háskóla og ýmsir þjónustuveitendur geta á ný tekið á móti viðskiptavinum, þar á meðal hárgreiðslustofur og nuddstofur.

Enn fremur falla alveg niður takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri.

Í auglýsingunni felst að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá gildistöku hennar ekki eiga við um nemendur í starfsemi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. Sama á við varðandi börnin í starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og annarri lögbundinni þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar almenningi en skólasund verður leyfilegt. Sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra að þegar líður að lokum maí verði skoðaðir möguleikar á að aflétta enn frekar takmörkunum á samkomum. Að því gefnu að ekkert standi slíkum breytingum fyrir þrifum verði stefnt að því að færa fjöldatakmarkanir úr 50 í 100 manns, opna sundlaugar og líkamsræktarstöðvar o.fl.

Sjá ennfremur:

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 4. maí

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“