fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Sádí-Arabía stórfjölgaði aftökum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 17:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádi-Arabía framkvæmdi fleiri aftökur árið 2019 en ríkið hafði gert í tvo áratugi þar á undan en heildarfjöldi aftaka í heiminum hefur þó farið lækkandi á sama tíma. Þetta kemur fram í árlegi skýrslu Amnesty Intational. Skýrslan sýnir að aftökum fjölgar í  Sádí-Arabíu, Suður-Súdan og Jemen en þeim fækkar á heimsvísu.

Aftökur í Írak hafa tvöfaldast og eru Írakar í öðru sæti í heiminum yfir opinberar aftöku, næst á eftir Kína.

Árið 2019 fóru fram að minnsta kosti 657 aftökur en til samanburðar voru þær að minnsta kosti 690 talsins árið áður. Talan hefur ekki verið lægri í áratug.

„Dauðarefsingin er grimmileg og ómannúðleg refsing. Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á að hún komi frekar í veg fyrir glæpi heldur en fangelsisdómur. Flest ríki átta sig á því og það er hvetjandi að sjá að aftökum fækkar enn á heimsvísu,“ segir Clare Algar, yfirmaður rannsókna, málsvarnar og stefnumótunar hjá Amnesty International.

Fréttatilkynning Amnesty International er í heild eftifarandi:

Fjöldi aftaka í Sádi-Arabíu hefur aldrei verið meiri síðustu tvo áratugi og fækkun er á aftökum á heimsvísu.
• Sádi-Arabía, Suður-Súdan og Jemen fjölga aftökum en fækkun er á alþjóðavísu. • Aftökum hefur fækkað um 5% á heimsvísu og hafa þær ekki verið færri í tíu ár.

Sádi-Arabía framkvæmdi fleiri aftökur árið 2019 en þau höfðu gert í tvo áratugi þar á undan en heildarfjöldi aftaka í heiminum hefur þó farið lækkandi á sama tíma samkvæmt árlegri skýrslu Amnesty International um dauðarefsinguna. Aftökur í Sádi-Arabíu voru 184 í fyrra en það er mesti fjöldi aftaka á einu ári sem Amnesty International hefur skráð þar í landi í tvo áratugi.

Á sama tíma tvöfaldaðist fjöldi aftaka í Írak. Íran var áfram í öðru sæti yfir mesta fjölda aftaka á eftir Kína sem gefur ekki upp opinberar tölur því þær teljast vera ríkisleyndarmál. Hins vegar dregur úr fjölda aftaka á heimsvísu fjórða árið í röð. Árið 2019 fóru fram að minnsta kosti 657 aftökur en til samanburðar voru þær að minnsta kosti 690 talsins árið áður. Talan hefur ekki verið lægri í áratug.

„Dauðarefsingin er grimmileg og ómannúðleg refsing. Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á að hún komi frekar í veg fyrir glæpi heldur en fangelsisdómur. Flest ríki átta sig á því og það er hvetjandi að sjá að aftökum fækkar enn á heimsvísu,“ segir Clare Algar, yfirmaður rannsókna, málsvarnar og stefnumótunar hjá Amnesty International.

„Hins vegar eru örfá lönd sem virða að vettugi þessa alþjóðlegu þróun í beitingu dauðarefsingarinnar og fjölga aftökum. Fjölgun aftaka í Sádi-Arabíu, þar sem henni er m.a. beitt sem vopni gegn pólitísku andófi, er ógnvekjandi þróun. Nærri tvöföldun á fjölda aftaka í Írak á einu ári er einnig sláandi.”

Löndin sem framkvæmdu flestar aftökur árið 2019 voru:
• Kína – Þúsundir • Íran – 251+ • Sádi-Arabía – 184 • Írak – 100+ • Egyptaland – 32+
Tölur frá Kína eru ekki inn í tölum Amnesty International þar sem fjöldi aftaka er ríkisleyndarmál en teljast að öllum líkindum í þúsundum. Íran, Norður-Kórea og Víetnam, ríki sem framkvæma aftökur einna mest, gefa heldur ekki upp nákvæmar upplýsingar um beitingu dauðarefsingarinnar.

Lönd sem fjölguðu aftökum
Aðeins er vitað um tuttugu lönd í heiminum sem framkvæma aftökur. SádiArabía, Írak, Suður-Súdan og Jemen voru meðal þeirra sem fjölguðu aftökum frá 2018 til 2019.
Sádi-Arabía tók 184 einstaklinga af lífi árið 2019, þar af voru sex konur og og rúmlega helmingur allra var erlendis frá. Til samanburðar var fjöldi aftaka 148 árið 2018. Meirihluti aftaka var vegna refsingar við vímuefnabrotum og morðum. Amnesty International skráði einnig aukna beitingu dauðarefsingarinnar gegn andófi sjíta-múslima sem er minnihlutahópur í landinu.

Fjöldaaftökur voru framkvæmdar í landinu þann 23. apríl 2019 þegar 37 einstaklingar voru teknir af lífi. Á meðal þeirra voru sjíta-múslimar sem voru sakfelldir fyrir hryðjuverk út frá játningum sem fengust með pyndingum.

Hussein al-Mossalem var einn þeirra sem var tekinn af lífi þennan dag. Á meðan varðhaldsvist í einangrun stóð var hann barinn með rafkylfu og sætti pyndingum. Hann m.a nefbrotnaði, viðbeinsbrotnaði og fótbrotnaði.  Mossalem fór fyrir sérstakan dómstól í Sádi-Arabíu sem var stofnsettur árið 2008 og er ætlaður fyrir einstaklinga sem sakaðir eru um hryðjuverk. Í auknum mæli hefur dómstóllinn verið notaður til að bæla niður andóf.

Fjöldi aftaka í Írak tvöfaldaðist árið 2019 miðað við árið áður, úr 52 aftökum árið 2018 í 100 aftökur árið 2019. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er beiting dauðarefsingarinnar gegn einstaklingum sem eru sakaðir um að tilheyra vopnuðum hópi sem kallar sig Íslamska ríkið.

Suður-Súdan tók að minnsta kosti ellefu einstaklinga af lífi árið 2019 sem er mesti fjöldi aftaka í landinu frá sjálfstæði þess árið 2011. Jemen tók að minnsta kosti sjö einstaklinga af lífi árið 2019 í samanburði við fjóra árið áður. Barein framkvæmdi aftökur á ný eftir árs hlé og tók þrjá einstaklinga af lífi árið 2019.

Skortur á gagnsæi í beitingu dauðarefsingarinnar
Skortur er á gagnsæi í beitingu dauðarefsingarinnar þar sem mörg lönd gefa ekki upp þær upplýsingar.

Íran framkvæmdi flestar aftökur á eftir Kína. Erfitt er að staðfesta fjölda aftaka þar í landi vegna skorts á gagnsæi en vitað er að 251 einstaklingur var tekinn af lífi árið 2019, þar af voru fjórir undir 18 ára aldri þegar brotin voru framin, en fjöldi aftaka gæti jafnvel verið meiri. Til samanburðar voru 253 teknir af lífi árið 2018.

Írönsk yfirvöld framkvæmdu einnig tvær leynilegar aftökur á tveimur unglingspiltum, Mehdi Sohrabifar og Amin Sedaghat, þann 25. apríl 2019. Strákarnir voru 15 ára þegar þeir voru handteknir og sakfelldir fyrir fjölmargar nauðgunarákærur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Þeir vissu ekki einu sinni að þeir hefðu verið dæmdir til dauða fyrr en við aftöku og ekki nóg með það voru svipuför á líkama þeirra sem bentu til þess að þeir hefðu verið hýddir fyrir aftöku.

„Jafnvel lönd sem eru helstu fylgjendur dauðarefsingarinnar eiga í vandræðum með að réttlæta beitingu hennar og kjósa frekar launung. Mörg þeirra kappkosta við að fela hvernig dauðarefsingunni er beitt, vitandi það að hún stenst ekki alþjóðlega athugun,“ segir Clare Algar.

Aftökur eru framkvæmdar á laun um heim allan. Í löndum eins og HvítaRússlandi, Botsvana, Íran og Japan eru aftökur framkvæmdar án þess að aðstandendur, lögfræðingar eða jafnvel einstaklingarnir sjálfir fái að vita af því með fyrirvara.

Afnám á heimsvísu á næsta leiti
Í fyrsta sinn frá árinu 2011 fækkaði aftökum í löndum í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu. Japan og Singapúr fækkuðu aftökum annars vegar úr 15 í 3 og úr 13 í 4 hins vegar.

Engar aftökur voru framkvæmdar í Afganistan í fyrsta sinn frá árinu 2010 og engar aftökur voru framkvæmdar í Taívan og Tælandi ólíkt árinu áður. Opinbert aftökuhlé í Kasakstan, Rússlandi,

Tadsíkistan, Malasíu og Gambíu var áfram í gildi. Á alþjóðavísu hafa 106 lönd afnumið dauðarefsinguna í lögum og 142 lönd afnumið hana í lögum eða framkvæmd.

Fjölmörg lönd hafa sömuleiðis tekið jákvæð skref í átt að afnámi dauðarefsingarinnar.

Forseti Miðbaugs-Gíneu tilkynnti í apríl 2019 að stjórnvöld hygðust innleiða löggjöf til að afnema dauðarefsinguna. Það er jákvæð þróun sem gæti leitt til afnáms dauðarefsingarinnar. Svipuð þróun átti sér stað í Mið-Afríkulýðveldinu, Kenía, Gambíu og Simbabve. Barbados fjarlægði einnig lögbundna dauðarefsingu úr stjórnarskránni.

Ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum setti á opinbert aftökuhlé en fylkið er með hæsta hlutfall fanga á dauðadeild í landinu. New Hampshire varð 21. fylkið í Bandaríkjunum til að afnema dauðarefsinguna fyrir alla glæpi.

Bakslag varð þó gegn alþjóðlegri þróun í átt að afnámi dauðarefsingarinnar í nokkrum löndum. Filippseyjar gerðu tilraun til að innleiða á ný dauðarefsinguna fyrir grimmilega glæpi sem tengdust ólöglegum vímuefnum og ránum. Sri Lanka reyndi einnig að framkvæma aftökur á ný eftir 40 ára hlé. Bandarísk alríkisyfirvöld hótuðu einnig að framkvæma aftökur á ný eftir tuttugu ára hlé.

„Við verðum að halda í þann árangur sem hefur náðst í afnámi dauðarefsingarinnar. Amnesty International kallar eftir því að öll lönd afnemi dauðarefsinguna. Beita þarf alþjóðlegum þrýstingi á þau lönd sem enn framkvæma aftökur til að binda enda á þessa grimmilegu aðferð til frambúðar,“ segir Clare Algar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Í gær

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“
Fréttir
Í gær

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“