fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

„Við erum með nokkra skjólstæðinga núna í daglegum stuðningi vegna alvarlegrar sjálfsvígsáhættu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 20. apríl 2020 13:00

Svala Jóhannesdóttir Verkefnastjóri Frú Ragnheiðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, kallar eftir því að stjórnvöld komi á laggirnar sérstakri fastanefnd eða annars konar samráðsvettvangi um vímuefnamál á Íslandi. Skaðann sem vímuefnanotendur hafa orðið fyrir í faraldrinum hefði mátt fyrirbyggja, eða minnka. Þetta kom fram í Morgunþætti Rásar 1 og 2 í morgun þar sem Svala ræddi um stöðu fíkla á Íslandi á þessum fordæmalausu tímum.

Staðan erfið

Staða fíkla í faraldri COVID-19 er erfið og fram hefur komið að mikil aukning hefur átt sér stað innan þess hóps af misnotkun og ofbeldi. Svala segir að staðan hafi ekki komið á óvart.

„Þessi staða kom okkur í raun ekki á óvart því alltaf þegar það verður skortur á framboði á vímuefnum í landinu, og í raun alls staðar í heiminum þá sjáum við að eftirspurnin minnkar ekki af því að framboð hefur því miður ekki áhrif á eftirspurn hjá þeim sem hafa nú þegar þróað með sér vímuefnavanda og þá sérstaklega alvarlegan vímuefnavanda. Þannig að alltaf þegar yfirvöld hafa farið í einhvers konar átök til að stemma stigu vímuefnum á ólöglega markaðinum þá hefur í rauninni staða veikasta hópsins versnað mjög mikið. Þannig að við höfum séð svipað ástand áður og þá er það aðallega þegar það hefur verið hert á uppáskriftum hjá læknum fyrir lyfseðilsskyldum lyfjum og þá höfum við séð að svipuð staða kemur upp að það verður í raun meira ofbeldi og leitt af sér svo kallaða hörku á vímuefnamarkaðinum.“

Svala bendir á að margir þeir sem ánetjast vímuefnum eigi við fjölþættan vanda að stríða, svo sem mjög erfiða áfallasögu eða geðraskanir.

„Þannig þetta er hópur sem glímir við margskonar vanda og núna í ljósi þessa heimsfaraldar þá sjáum við að vímuefnavandinn er í raun að aukast og staða hópsins hefur versnað mjög mikið.“

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir eða minnkað skaðann

Í stöðunni í dag er erfiðara að verða sér út um vímuefni. Bæði hefur framboðið minnkað, efnin hafa hækkað í verði og lækkað í gæðum. Þetta bjóði upp á margs konar misnotkun.

Svala segir að það hefði vel verið hægt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir, eða draga úr alvarleika stöðunnar.

„Já við hefðum klárlega geta komið í veg fyrir eða alla vega lágmarkað skaðann og hluta af því ofbeldi sem er í gangi núna og þá sérstaklega gagnvart unga fólkinu okkar og konum. Það eru þessir hópar sem verða hvað mest útsettir fyrir misnotkun og ofbeldi“

Til dæmis hefði verið hægt að leggja áherslu á að tryggja gott aðgengi að vímuefnameðferðum hér á landi sem og gott aðgengi að innlögnum á geðdeild. Eins hefði mátt auka fjölbreytni í viðhaldsmeðferð, svo sem með því að nota fleiri tegundir lyfja og huga betur að þeim hóp sem er háður örvandi lyfjum. Eins hefði verið hægt að grípa til skaðaminnkandi meðferðar. Þess í stað hefur hópurinn horfst í augu við það að færri pláss eru í boði í meðferð og erfiðara að komast að hjá geðsviði.

Skaðaminnkandi meðferð

Í slíkri skaðaminnkandi meðferð yrði vímuefnaneytandi í höndum þverfaglegs teymis, fengi lyf í öruggum skömmtum og sálrænan- sem og félagslegan stuðning.

Svala segir að slík úrræði hefði ekki verið tímafrekt eða flókið að útfæra. Þessi úrræði séu til að það þurfi bara að stækka þau og auka fjölbreytni.

Bæði rannsóknir og sagan hafi sýnt að hið svokallaða fíkniefnastríð verði ekki unnið. Þeir sem ánetjast vímuefnum eiga oft erfiða og þunga áfallasögu og noti lyfin til að deyfa tilfinningar og lifa af. Skilningur á aðstæðum þessa hóps hefur breyst mikið undanfarið ár og það hefur sýnt sig að minna framboð af ólöglegum vímuefnum leiðir ekki til minni eftirspurnar hjá þeim hóp sem þegar hefur ánetjast þeim.

Alvarleg sjálfsvígshætta

Í dag er Frú Ragnheiður með mörg þung borð inn á borði hjá sér, alvarleg ofbeldismál, og einstaklingar sem eiga um sárt að binda vegna stöðunnar.

„Við erum með nokkra skjólstæðinga núna í daglegum stuðningi vegna alvarlegrar sjálfsvígsáhættu“

Svala kallar eftir því að yfirvöld komi á laggirnar fastanefnd eða öðrum samráðsvettvangi um vímuefnamál á Íslandi. Slíkur hópur gæti metið í samráði hvaða leiðir séu færar til að fyrirbyggja mjög alvarlegar afleiðingar vímuefnafíknar, líkt og þær sem við sjáum í dag.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“