fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Samkvæmt nýlegum úrskurði má Tryggingastofnun ekki fylgjast með IP tölum notenda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. apríl 2020 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjabandalagið vekur athygli á því í fréttatilkynningu í dag að samkvæmt úrskurði Persónuverndar frá því í fyrra er Tryggingastofnun ekki heimild að fylgjast með IP-tölum þeirra sem þiggja greiðslur frá stofuninni.

Við greindum frá því um helgina að Tryggingastofnun hefur fylgst með tölvum öryrkja. Maðurinn sem um ræðir dvelur erlendis hluta úr ári vegna örorku sinnar, en loftslagið á erlenda dvalarheimilinu hentar honum talsvert betur um vetrartímann. Öryrkinn ætlaði sér að snúa heim í apríl eða maí, en líklega verður töf á vegna heimsfaraldursins.

Tölvupóstur frá Tryggingastofnun barst öryrkjanum vegna heimilsuppbótar. Í póstinum sagði að TR grunaði að búseta einstaklingsins væri erlendis og að aðilar sem dvelja lengur en 6 mánuði erlendis á almanaksári missi rétt á heimilsuppbótinni.

Öryrkinn benti á að hann væri fastur erlendis og að hann ætti ansi langt í land með að vera búinn með sex mánuði af almanaksárinu, því að einungis væru þrír mánuðir liðnir af því. Hann spurði einnig TR hvernig þeir hefðu upplýsingar um staðsetningu hans.

Vefsíðan Trölli greindi fyrst frá málinu.

Tryggingastofnun staðhæfir að henni sé heimilt að fylgjast með IP-tölum notenda og styðst þar við úrskurð Persónvuerndar frá árinu 2009. Örykjabandalagið bendir hins vegar á að samkvæmt miklu nýrri úrskurði sé þetta ekki heimilt. Tilkynningin frá Öryrkjabandalaginu er eftirfarandi:

„Nú um helgina birtist frétt af því að Tryggingastofnun fylgdist með staðsetningu öryrkja í gegnum IP tölur, er þeir skrá sig inn á sínar síður stofnunarinnar.

Í svari TR við fyrirspurn fjölmiðilsins kemur fram að stofnunin telur sig í fullum rétti til að safna IP tölum notanda sinna, og vísar í úrskurð Persónuverndar frá 16. desember 2009 í máli nr 2009/635 um heimild sína til þess. Sambærilegur úrskurður Persónuverndar er einnig frá 14. desember 2015 í máli nr. 2015/612.

Nú hefur Persónuvernd kveðið upp nýjan úrskurð um sama álitaefni þar sem stofnunin kemst að annarri niðurstöðu, en í úrskurði frá 28. nóvember 2019 í máli nr. 2018/1718, segir að það mat Persónuverndar að þau sjónarmið, sem komu fram í fyrrnefndum úrskurði stofnunarinnar, dags. 16. janúar 2016, í máli nr. 2015/612 og lúta að því að skoðun IP-tölu sé sambærileg skoðun póststimpils, eigi ekki lengur við.

Þrátt fyrir nýrri og andstæðan úrskurð Perónuverndar kýs Tryggingastofnun að fara eftir 11 ára gömlum úrskurði.

Athygli Persónuverndar er vakin á þessu, enda samrýmist það vart almennu réttaröryggi, að stofnanir ríkisins geti valið þá úrskurði eða dóma sem henta þeim í hverju máli fyrir sig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“