fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Allir sem koma til landsins munu þurfa að fara í sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. apríl 2020 14:15

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra um takmarkanir á ferðum til landsins munu allir sem hingað koma til lands þurfa að fara í sóttkví í tvær vikur. Einhverjir möguleikar verða þó á undatekningum. Nánar verður þetta útlistað þegar ráðherra greinir frá ákvörðun sinni í málinu í dag eða á morgun. Gert er ráð fyrir því að þetta gildi til 15. maí og verði endurskoðað eftir þann tíma.

Þórólfur greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi um COVID-19 sem hófst kl. 14 í dag.

Þórólfur hefur einnig sent frá sér minnisblað til ráðherra um útfærslur á ýmsu sem viðkemur fyrsta skrefi afléttingar á samkomubanni þann 4. maí. Gildir það aðallega um íþróttastarfsemi og skólastarf. Nánar verður greint frá því í tilkynningu frá ráðherra í dag eða á morgun.

Eins og áður hefur komið fram greindust aðeins tveir með COVID-19 á síðasta sólarhring og eru báðir frá Vestfjörðum. Tíu hafa látist af sjúkdómnum og nýjasta dauðsfallið varð síðasta sólarhring í Bolungarvík. Rétt er að geta þess að aðeins um 400 sýni voru tekin síðasta sólarhring.

Þórólfur segir ljóst að faraldurinn sé í mikilli niðursveiflu en erfitt sé að draga ályktanir af tölum dagsins einum og sér. Þróunin komi betur í ljós næstu daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias

Háskóli Íslands tekur í notkun Avia kennslukerfið frá Akademias
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“