Helgarblað DV er komið út. Þetta er annað blaðið sem kemur út undir ritstjórn Tobbu Marínósdóttur.
Í blaðinu má finna eitthvað fyrir alla
Fræg Hollywood stjarna bankaði upp á hjá leikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni og bauð sér í heimsókn.
„Hann bankaði sem sagt upp hjá mér fyrsta daginn og svo kom hann aftur daginn eftir og þar á eftir. Hann vildi líklega sannfæra mig um að honum væri fúlasta alvara.“
DV ræðir við Ragnheiði Mörthu Jóhannesdóttur, fyrstu íslensku konuna til að ljúka námi í hjarta- og lungnaskurðlækningum.
Hjónin Svanhvít Tryggvadóttir og Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, deila með lesendum ótrúlegri sögu sinni. En þau dvöldu meðal annars í heilt ár í sóttkví vegna veikinda dóttur þeirra. Frásögn þeirra einkennist af erfiðleikum en á sama tíma hlýju og jákvæðni.
Bæjarstjóri Bolungarvíkur ræðir um ástandið í sveitarfélaginu í miðjum faraldri.
„Líðandi stund er erfið. En framtíðin er björt í Bolungarvík.“
Nýlegir fastir liðir blaðsins eru einnig á sínum stað, Á þingpöllunum, Fjölskylduhornið og fjölbreyttar uppskriftir. Sem og gamir liðir, tímavélin og sakamál.
Hver er J–Lo Íslands og Hvaða frægu aðilar eru á lausu í dag? – Þetta og margt fleira í nýjasta helgarblaði DV